fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ekkja flugmannsins sem lést í Barkárdal stefnir Sjóvá aftur – Fengu 9 milljónir en kröfðust 48

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. september 2023 16:00

Arthur Grant Wagstaff og Roslyn skömmu fyrir slysið. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roslyn Wagstaff, hin kanadíska ekkja flugmannsins Arthur Grant Wagstaff, hefur stefnt Sjóvá á nýjan leik vegna flugslyssins í Barkárdal árið 2015.  Roslyn og börn hennar þrjú fengu samanlagt 9 milljón krónur í bætur árið 2021 en kröfðust tæplega 48 milljóna.

„Þetta eru leifar af fyrra málinu. Hlutar þess sem var vísað frá,“ segir Bjarni Þór Sigurbjörnsson, lögmaður Roslyn aðspurður um málið. Hann gat ekki sagt hver krafan væri núna.

Flugslysið átti sér stað þann 9. ágúst árið 2015 í Barkárdal í Hörgársveit í Eyjafirði. Arthur og Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður Íslands, tóku á loft á lítilli sjóflugvél við Akureyri og hugðust lenda í Keflavík. Til stóð að fljúga vélinni þaðan til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem átti að selja vélina.

Brak vélarinnar fannst innst í Barkárdalnum.

Þegar vélin skilaði sér ekki til Keflavíkur á áætluðum tíma, klukkan 16:20, var farið að leita að henni. Um klukkan 20:30 fann þyrla Landhelgisgæslunnar brennt brak vélarinnar í fjallshlíð, innarlega í dalnum.

Arngrímur komst út og lifði slysið af, en með alvarlega brunaáverka. Arthur, sem sat í farþegasæti vélarinnar, lést í slysinu.

Samþykktu aðeins útfararkostnað og miskabætur

Eftir meira en þriggja ára rannsókn á málinu tók Sjóvá ákvörðun í mars árið 2019 um að greiða Wagstaff fjölskyldunni ekki bætur vegna slyssins. En samkvæmt skilmálum tryggingaskírteinis sem Arngrímur hafði keypt var hann einn tryggður sem flugmaður vélarinnar og svo farþegar ef einhverjir væru.

Wagstaff fjölskyldan höfðaði hins vegar mál í júní sama ár og benti á að í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kæmi fram að Arthur hafi ekki verið að fljúga vélinni.

Krafa fjölskyldunnar voru um 48 milljónir króna en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Roslyn 3 milljónir og hverju barni 2 milljónir. Einungis var fallist á kröfur er lutu að útfararkostnaði og miskabótum. Bótakröfu vegna missis framfæranda var vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin