fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Umræðan um hinsegin fræðslu á suðupunkti – „Hér er fullorðinn karlmaður að halda því fram í fyllstu alvöru að hinsegin samtök séu að stunda barnaníð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 12:59

Ugla Stefanía gagnrýnir athugasemd Friðgeirs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, rithöfundur og trans aðgerðarsinni, segir að baráttu hinsegin fólks sé hvergi nærri lokið og segir athugasemd Friðgeirs Sveinssonar, fyrrverandi sjómanns, vera ein skýrasta birtingarmyndin um hvers vegna ekki.

Ugla birtir skjáskot af Facebook-færslu Evu Hauksdóttur, lögmanns, og athugasemd Friðgeirs við hana.

Sjá einnig: Var tekinn með kannabisverksmiðju sama ár og barnsmóðir sleit öll samskipti

Friðgeir hefur opinberlega gagnrýnt baráttumál Samtakanna ‘78 og trans aðgerðasinna á miðlinum. Í lok ágúst sagði hann meðal annars:

„Samtökin 78 hafa að mínu mati verið stórhættuleg börnum síðan að Trans Geðsjúklingarnir tóku þau samtök yfir. Samtökin 78 hafa sett ofuráherslu á að ná til barna… Og ég endurtek her með þá skoðun mína að hegðun og áherslur Samtakanna 78 er að mínu mati ekkert annað en hegðun barnaníðinga á veiðum.“

„Ein skýrasta birtingarmynd þess um hvers vegna baráttu hinsegin fólks er sko hvergi nærri lokið“

„Mig langar að staldra aðeins hér við. Ég vil að fólk lesi þessa athugasemd frá Friðgeiri, og átti sig á því hverju við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Þetta er ein skýrasta birtingarmynd þess um hvers vegna baráttu hinsegin fólks er sko hvergi nærri lokið,“ segir Ugla Stefanía og birtir skjáskot af færslu Evu og athugasemd Friðgeirs.

Skjáskot/Facebook

„Hér er fullorðinn karlmaður að halda því fram í fyllstu alvöru að hinsegin samtök séu að stunda barnaníð, og að hinsegin fólk sé kynferðislega brenglað fólk sem sé að innræta börn með lygum og pervertisma svo það geti misnotað börn.

Þessu slengir hann fram á opinberri færslu fyrir allra augum, án þess að skammast sín vitund fyrir sinn ógeðfellda og hatursfulla hugsunarhátt,“ skrifar Ugla Stefanía og bætir við:

„Við megum ekki leyfa svona viðhorfum að grassera í okkar samfélagi, og þau mega ekki fá að standa án afleiðinga. Svona þarf að taka á með skýrum og afgerandi hætti. Við þurfum öll að fordæma þessa hegðun og setja skýr mörk um að svona sé einfaldlega ekki í boði. Segjum eitthvað. Alltaf. Leyfum svona ekki að standa.“

Hinsegin fræðsla en ekki kynfræðsla

Umræða um hinsegin fræðslu í skólum hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið og segja margir, sem virkir eru í baráttu hinsegin fólks, að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu þess. Lýsi það sér ekki síst í andstöðu við mannréttindi trans fólks.

Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, skrifaði pistil á Vísi um hinsegin fræðslu í grunnskólum í júní síðastliðinn en pistillinn hefur verið að vekja athygli á ný og er nú mest lesni pistillinn á vefnum.

Tótla fer yfir hvað felst í hinsegin fræðslu og tekur það skýrt fram að fræðslan sé ekki kynfræðsla. Samtökin hafi aldrei og munu aldrei sinna kynfræðslu í grunnskólum.

„Fræðsla Samtakanna ‘78 er mannréttindamiðuð hinsegin fræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um hinsegin fólk, okkar málefni og hvert hægt er að leita eftir aðstoð og stuðningi. Við kennum fólki á öllum aldri um fjölbreytileikann í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum fólks. Að gefnu tilefni er gott að taka það sérstaklega fram að Samtökin ‘78 sinna ekki kynfræðslu í grunnskólum. Það höfum við aldrei gert og munum aldrei gera,“ skrifar hún.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Sjá einnig: Youtube-rás hlaðvarpsveitu Frosta lokað endanlega – Gúggluðu BDSM og fengu ævilangt bann

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður