fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Sunnudagurinn slæmur fyrir kýr í Eyjafirði – „Það væri verulega gott ef viðkomandi myndi gefa sig fram“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. september 2023 14:00

Kýr fljúga nú ekki oft.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að ökumanni sem keyrði á kú í Hörgársveit í gær. Aflífa þurfti kúnna eftir áreksturinn.

„Það væri verulega gott ef viðkomandi myndi gefa sig fram. Þá er hægt að ganga frá þessu, út frá tryggingum og svoleiðis,“ segir Kári Erlingsson, varðstjóri á Akureyri.

Áreksturinn varð við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 um klukkan 15:30, og ökumaðurinn að keyra til suðurs.

Ökumaðurinn flúði af vettvangi eftir að hafa keyrt á kúnna. En hún hafði sloppið laus og var kominn út á veginn, fullorðin kýr. Sjónarvottar sögðust hafa séð ljósa fólksbifreið keyra á brott af vettvangi.

Kýrin var ekki dauð þegar komið var að henni en mjög slösuð á fæti. Var tekin ákvörðun um að aflífa hana.

Kári segist vænta þess að það sjáist á bílnum eftir höggið við þessa stóru skepnu. Það fari þó líka eftir því hvernig áreksturinn var.

Óvíst er hvert tjón bóndans er. Ríkisstjóri gefur út eignamat fyrir bændur og er það nýjasta frá árinu 2021. Þar segir að verðmat á fullorðinni mjólkurkýr séu 133 þúsund krónur. 130 þúsund fyrir kvígur og holdakýr.

 

Ungmenni keyrðu á kúahóp

Þetta var ekki eina atvikið þar sem keyrt var á nautgripi í Eyjafirðinum á sunnudag. Aðfaranótt sunnudags, um klukkan 1:30 ók bifreið með fjórum ungmennum á hóp kúa við bæinn Klauf í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Var einn fluttur með minniháttar meiðsli á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þrjár kýr drápust í árekstrinum og aflífa þurfti þá fjórðu. Þá er sú fimmta alvarlega særð. Kýrnar höfðu brotið upp hurð og sloppið út á veg, 70 talsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“