fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Sigurður Gísli í Sæmark ákærður fyrir stórfellt skattalagabrot – Lögfræðingurinn Magnús ákærður fyrir að aðstoða við að koma háum fjárhæðum undan

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks-Sjávarafurða ehf., hefur verið ákærður fyrir að skjóta rúmum milljarði undan skatti með notkun aflandsfélaga. Um er að ræða eitt allra stærsta skattalagabrot Íslandssögunnar en auk Sigurðar eru þeir Magnús Jónsson, lögmaður hjá Vivios lögmönnum, og Jónas Sigurðsson, eigandi  Glugga og hurðasmiðju SB ehf. ákærðir. Mikill munur er þó á umfangi þeirra brota.

Magnús aðstoðaði við að svíkja 100-falt hærri upphæð undan skatti

Magnús er er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni fyrirtækins á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood.

Meint brot Jónasar blikna í samanburði en hann er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí – ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar – febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur fyrirtækis Sigurðar Gísla verið vanframtalið um alls 2.417.694 krónur á áðurnefndum tímabilum.

„Sparaði“ sér hálfan milljarð í skatt

Allra stærst eru þó meint brot Sigurðar Gísla en hann er ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjávarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,8 milljónir króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga.

Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur frá Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011.

Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. en í febrúar á þessu ári komst yfirskattanefnd að þeirri niðurstöðu að Sigurði Gísla bæri að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar vegna áðurnefndra brota.

Peningaþvottur í gegnum tvö Panamafélög

Sigurður Gísli er að auki ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi áðurnefndra skattalagabrotanna  með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu.

Lét Sigurður Gísli rúman milljarð króna renna inn í tvö aflandsfélög, , Freezing Point Corp og Fulgas Inc, sem hann var raunverulegur eigandi að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann

Hryllingur á hjúkrunarheimili – Starfsmaður réðst á vistmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum

Umtalsverð tekjuaukning hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“

Varar ríkisstjórnina við að breyta þessum málaflokki – „Myndi skaða samkeppnishæfni okkar á erlendum vettvangi“