fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vinsælar gelkúlur stórhættulegar ungabörnum – Geta þanist út í iðrum og eyrum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. september 2023 09:00

Kúlurnar eru afar vinsælar og á Youtube og samfélagsmiðlum má finna mýmörg myndbönd af ýmsum tilraunum með þær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppnis og neytendasamtök, meðal annars í Írlandi og Kanada, hafa gefið út viðvaranir vegna gelkúlna sem notaðar eru í leikfangabyssur. Kúlurnar, sem heita Orbeez, eru mjög vinsælar og til eru fjölmörg myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem kúlurnar eru notaðar í hinar ýmsu tilraunir.

Samkvæmt CCPC, samkeppnis og neytendaverndarsamtökum Írlands, hafa vinsældir kúlnanna aukist mjög mikið á undanförnum mánuðum.

Kúlurnar eru sérstaklega hættulegar ungabörnum sem geta gleypt kúlurnar eða sett þær í eyru eða nef. Kúlurnar eru ákaflega litríkar og líta út eins og sælgæti. Er ráðlagt að halda kúlunum algerlega frá ungum börnum.

Kúlurnar draga í sig vökva og margfaldast að stærð við það. Þyngd þeirra meira en hundraðfaldast.

Köfnun eða lífshættuleg iðrateppa

Varað er við því að fólk geti kafnað á kúlunum þegar þær blása út í öndunarveginum. Ef þær komast þar í gegn geta þær blásið út í meltingarveginum og valdið lífshættulegri iðrateppu. Hefur stofnunin fengið margar tilkynningar um þetta þar sem foreldrar hafa þurft að leita með börn sín á spítala.

Kúlurnar geta einnig þanist út í eyrum barnanna og setið þar fastar eða í nefi.

Mælst er til þess að foreldrar og aðrir umsjáraðilar fræði eldri börn um notkun kúlnanna og segi þeim að láta þau yngri aldrei hafa þær. Ekki eigi að leyfa eldri börnum að hafa kúlurnar fyrr en þær hafa náð fullri stærð í vatni. Eftir notkun verði að passa að þær séu allar horfnar af leiksvæðinu. Ef grunur leikur á að barn hafi gleypt eða fest gelkúlu í líkamsopi eigi alltaf að leita til læknis.

Þá sé góð regla að aðskilja öll leikföng eldri og yngri barna, ekki aðeins vegna gelkúlnanna heldur allra leikfanga. Alltaf eigi að skoða umbúðir leikfanga til að sjá fyrir hvaða aldur þau henta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Í gær

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm