fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Rússneskri herþyrlu var flogið beint til Úkraínumanna – Segja að um snilldaráætlun hafi verið að ræða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. september 2023 07:00

Mi8 þyrla. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega komst úkraínski herinn yfir flughæfa rússneska Mi-8 herþyrlu. Það gerðist eftir að flugmaður hennar flaug henni beint inn í Úkraínu og lenti í Kharkiv.

Þetta segja bæði rússneskir og úkraínskir heimildarmenn en þá greinir hins vegar á um atburðarásina.

Samkvæmt úkraínsku útgáfunni þá komst leyniþjónusta hersins í samband við rússneska flugmann sem vildi sleppa úr hernum. Samið var við hann og var fyrsta verk Úkraínumanna síðan að koma fjölskyldu hans út úr Rússlandi. Því næst fór flugmaðurinn í verkefni fyrir rússneska herinn en beygði af leið og flaug inn á úkraínskt yfirráðasvæði og lenti heilu og höldnu og afhenti Úkraínumönnum þyrluna. Einnig fylgir sögunni að hinir tveir áhafnarmeðlimirnir hafi ekki vitað hvað var að gerast.  Þegar þyrlan var lent reyndu þeir að sögn að flýja og voru þá „því miður“ drepnir að sögn Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustunnar sem bætti við að Úkraínumenn hefðu gjarnan viljað ná þeim lifandi en hafi fengið annað sem þeir vildu.

Það var aukabónus fyrir Úkraínumenn að um borð í þyrlunni voru varahlutir í Su-27 og Su-30 orustuþotur sem Úkraínumenn og Rússar nota.

Rússneska útgáfan er öðruvísi en samkvæmt henni flaug flugmaðurinn um 300 km inn á úkraínskt yfirráðasvæði vegna fjarskipta- eða stjórnkerfisvanda. Áhöfnin hafi ekki uppgötvað vandann fyrr en þyrlunni hafði verið lent. Hún hafi þá reynt að taka á loft á nýjan leik en allir áhafnarmeðlimirnir hafi þá verið skotnir af Úkraínumönnum.

Rússneska útgáfan virðist ansi ósannfærandi því það væri í hæsta máta óeðlilegt ef tekist hefði að fljúga þyrlunni mörg hundruð kílómetra inn á úkraínskt yfirráðasvæði fyrir mistök og það án þess að hún væri skotin niður. Bæði löndin eru með öflugar loftvarnir við víglínuna og því ósennilegt að þyrlan hefði komist svona langt án þess að Úkraínumenn hefðu skotið á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður