fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Morðið í Drangahrauni – Maðurinn sem talinn er hafa banað Jaroslaw ákærður og nafngreindur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. september 2023 14:00

Jaroslaw Kaminski. Mynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur Maciej Jakub Talik, sem fæddur er árið 1984, fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski, að bana, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn.

Atburðurinn átti sér stað í leiguhúsnæði sem þeir Jaroslaw og Maciej deildu, að Drangahrauni í Hafnarfirði. Í ákæru er verknaðinum lýst svo:

„…með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2023 í íbúð við x í Hafnarfirði, svipt A, kennitala a, lífi, með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð,
háls og búk en sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstsins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað með kjölfarandi umfangsmikilli blæðingu inn í gollurshúsið og vinstri fleiðruna en A lést af völdum áverkans á hjartað.“

Héraðssaksóknari krefst þess að Maciej verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd tveggja ótilgreindra ástvina Jaroslaws er farið fram á miskabætur, annars vegar 7 milljónir króna og hins vegar 10 milljónir króna. Jaroslaw lætur eftir sig dóttur á unglingsaldri sem býr á Íslandi og ungt stjúpbarn í Póllandi. Hann hafði búið lengi á Íslandi og var hvarvetna vel liðinn. Talið er þó að hugur hans hafi stefnt til Póllands á ný enda var hann giftur konu sem er búsett þar.

Sjá einnig: Eiginkona mannsins sem myrtur var í Drangahrauni ósátt við dóttur hans og lögregluna – Segist hafa nýjar upplýsingar í málinu

Ekki er talið að mennirnir tveir hafi þekkst mikið, raunar sáralítið. Ekkja Jaroslaws veit t.d. nánast ekkert um Maciej og telur ekki að þeir hafi þekkst.

Áður hefur komið fram að Maciej sendi skilaboð á vitni í málinu á Messenger nóttina sem Jaroslaw lést. Þau voru svohljóðandi:

 „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“

Maciej hefur játað að hafa stungið Jaroslaw einu sinni í sjálfsvörn en að öðru leyti neitað sök í málinu. Hann situr núna í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni og bíður réttarhalda og dóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“