fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Telur RÚV hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. september 2023 20:46

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, veltir fyrir sér í leiðara nýjasta tölublaðs Bændablaðsins, sem kom út í dag, hvort að blaðamenn geti myndað bústörf óhindrað án þess að fyrir liggi leyfi frá viðkomandi bónda. Hann vísar þar sérstaklega til myndatöku starfsmanna RÚV af blóðtöku úr merum.

Hann segir myndatökuna hafa átt sér stað á bæ nokkrum á Suðurlandi:

„Voru bændur að sinna bústörfum við blóðtöku úr merum, eins og þeir hafa stundað í mörg ár á grundvelli laga og reglugerða sem þeim eru sett af löggjafanum. Þá bregður svo við að stóðið við bæinn fer að ókyrrast. Ábúandi fer því út og svífur þá yfir flygildi sem augljóslega styggir hrossin, og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að bíll ríkisrekins fjölmiðils er lagður steinsnar frá vettvangi. Voru þar komnir starfsmenn Kveiks að taka myndir á einkalandi bóndans.“

Gunnar telur ljóst að þarna hafi starfsmenn RÚV ekki virt lögbundinn rétt bóndans til friðhelgis einkalífs:

„Það vekur furðu mína að viðkomandi starfsmaður umrædds ríkisfjölmiðils spyrji ekki um leyfi, ræði við bóndann eða láti vita, heldur virðist dýravelferð og stjórnarskrárvörðum réttindum enginn gaumur gefinn þegar kemur að myndatökum eða friðhelgi einkalífs. Óhjákvæmilega vaknar því sú spurning að ef starfsemi er að lögum landsins leyfð, hvar sé þá verndin?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt