fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Löglegt að banna kóranbrennur – „Tæpast framlag til heilbrigðra skoðanaskipta“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. september 2023 11:00

Davíð Þór telur að bann við kóranbrennum myndi halda fyrir Mannrétindadómstól Evrópu. Mynd/Getty, Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, segir í nýrri grein að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu [MSE] sé hægt sé að banna Kóranbrennur. Kóranbrennur feli ekki í sér framlag til heilbrigðra skoðanaskipta heldur geti talist sem hatur gegn íslam og múslimum.

„Mér finnst líklegt að við mat á þessu myndi MDE [Mannréttindadómstóll Evrópu] horfa til þess að tjáning með þessum hætti er tæpast unnt að líta á sem framlag til heilbrigðra skoðanaskipta um mikilvæg samfélagsleg málefni,“ segir Davíð Þór í greininni Guðlast, Kóranbrennur og tjáningarfrelsi sem birt var á vefsíðu Háskóla Íslands.

Davíð Þór er jafnframt prófessor við skólann og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

„Fremur yrði litið á Kóranbrennur sem vitnisburð um mikla óbeit (jafnvel hatur) á íslam og múslimum og meðvitaða hvatningu til umbera hvorugt. Um væri að ræða grófa árás á íslam og trúarsannfæringu múslima sem væri til þess fallin að særa trúartilfinningar þeirra, móðga þá og stuða án þess að tjáningin þjónaði að öðru leyti uppbyggilegum tilgangi í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Davíð Þór í niðurlagi greinarinnar þar sem hann rekur nokkra dóma MDE er koma inn á tjáningarfrelsið og hömlur á því.

Kóranbrennur hafa verið mikið til umræðu á Norðurlöndum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur notað kóranbrennur í Svíþjóð sem ástæðu fyrir að hleypa Svíum ekki inn í Atlantshafsbandalagið. Mikil reiði hefur magnast í ýmsum múslimalöndum og hættan á hryðjuverkum jihadista sögð hafa aukist. Danir hafa ákveðið að banna Kóranbrennur og er því komin upp sú spurning hvort brennurnar teljist varðar af tjáningarfrelsinu.

 

Vernd trúartilfinninga þekkt stef

Grein Davíðs Þórs lýtur annars vegar að 10. grein MSE sem fjallar um tjáningarfrelsið og 9. greinina sem fjallar um hugsana-, samvisku- og trúfrelsið. Hvort að hið fyrrnefnda sé takmarkað af hinu síðarnefnda.

„Yfirvöldum í Svíþjóð og Danmörku er vandi á höndum um viðbrögð, enda má segja að með því að brenna eintak af Kórnaninum til að tjá vanþóknun sína á innihaldi ritsins, sé tjáning sem í grunninn nýtur verndar ákvæða um tjáningarfrelsi í stjórnarskrám þessara ríkja og MSE,“ segir Davíð Þór.

Í Svíþjóð hafi þetta sjónarmið orðið ofan á.

Kóranbrennur eru mikið hitamál í Svíþjóð. Mynd/Getty

„Á hinn bóginn vitna bókabrennur, hvort sem það eru trúarrit eða annars konar rit, um mikla óbeit og algjöran skort á umburðarlyndi þeirra sem fyrir slíkum brennum standa gagnvart innihaldi ritanna sem brennd eru. Þegar um trúarrit er að ræða má gera má ráð fyrir að slík tjáning sé til þess fallin að  særa trúartilfinningar sanntrúaðra múslima og móðga þá, en í því felst einmitt guðlast í lagalegum skilningi,“ segir hann. Hafa beri þó í huga að í bæði Danmörku og Svíþjóð hafi löggjöf um guðlast verið afnumin rétt eins og á Íslandi. Vernd trúartilfinninga sé hins vegar þekkt stef hjá MDE.

 

Stöðvuðu kynferðislega biblíumynd

Nefnir Davíð Þór meðal annars dóm sem féll árið 1994 og varðaði sýningu kvikmyndarinnar „Das Liebeskonzil“ í Týrol héraði í Austurríki. En í þeirri mynd sést guð sjálfur kyssa djöfulinn, kynferðislega spennu á milli Maríu meyjar og djöfulsins og Jésús Kristur kreista og kyssa brjóst móður sinnar.

Myndin var gerð upptæk og komið í veg fyrir sýninguna. Málið fór til MDE sem úrskurðaði það heimilt að stöðva sýninguna vegna þess að meirihluti Týrol búa voru kaþólikkar.

„Dómur þessi hefur alla tíð sætt gagnrýni talsmanna tjáningarfrelsis og margir telja hann beinlínis rangan. Nokkuð er til í því að minni hyggju, en hann er nú samt staðreynd,“ segir Davíð Þór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður