fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Lækna-Tómas fokvondur yfir „níðskrifum“ kollega og leitar til lögfræðings – „Þeir eru margir kollegar okkar sem standa þér framar í starfi sínu sem læknar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. september 2023 08:00

Þorsteinn Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er allt annað en sáttur við opið bréf sem kollegi hans, Þorsteins Jóhannessonar, skrifaði til hans og  birtist á vestfirska miðlinum Bæjarins Bestu í gær. Í greininni hjólar Þorsteinn, sem sestur er í helgan stein, af offorsi í Tómas og sakar skurðlækninn landsþekkta um að tala Vestfirði niður og vilji hans standi til þess  „að halda Vestfjörðum fjarri framþróun og lífsviðurværi til jafns við aðra landshluta.“

Tómas, sem er mikill áhugamaður um hverskonar útivist, er einn dyggasti talsmaður náttúruverndar hérlendis og er  Þorsteinn á því að hann hann berjast gegn orkuöflun á Vestfjörðum. Grípur hann svo sterklega til orða í grein sinni að í athugasemdum við hana stígur Tómas fram og segist hafa leitað til lögfræðings vegna skrifanna.

„Þeir eru margir kollegar okkar sem standa þér framar í starfi sínu sem læknar“

Það er ekki síst titill bréfsins opna sem fer fyrir brjóstið á Tómasi en hann er „Bunandi lækur og barka Tómas“ sem vísar augljóslega til plastbarkamálsins svokallaða sem Tómas átti aðkomu að.

„Ég veit að það er grunsemd margra, ég deili einnig þeirri skoðun, að skrif þín gegn orkuöflun á Vestfjörðum byggir fyrst og síðast á eigin þörf til að vera í sviðsljósinu, ekki bara á umhyggju þinni fyrir lífi og náttúru. Þeir eru margir kollegar okkar sem standa þér framar í starfi sínu sem læknar, en hafa aldrei reynt að guma af verkum sínum eins og þú hefur gert!,“ segir Þorsteinn í grein sinni.

Segir Þorsteinn ennfremur að landafræðilega hafi Vestfirðingum verið settar þröngar skorður varðandi landbúnað en þess í stað hafi verið sótt í gjöful fiskimið landsfjórðungins sem hafi skapað velsæld. Nú sé hins vegar fjórða iðnbyltingin í gangi, orkuþörfin sé brýn og það sé undarleg árátta að ætlast til þess að Vestfirðir verði útundan í þeirri þróun.

Ærumeiðandi grein og Þorsteini til skammar

„Það að vita allir hugsandi, konur og menn, að til þess að geta haldið í við hraða framþróun og nýsköpun þarf orku og góðar samgöngur. Úrtölufólk, eins og þú Tómas, hefur barist ötulega gegn því að slíkt geti raungerst á Vestfjörðum. Óþarft er að nefna dæmi þess, þau eru öllum í fersku minni,“ skrifar Þorsteinn og endar svo greinina á að biðla til Tómasar að láta af „þessari áráttu sinni.“

Ljóst er að Tómasi var brugðið við skrif kollega síns en hann skrifar athugasemd við greinina á vef Bæjarins bestu.

„Þessi grein kollega míns er ágætt dæmi þegar farið er í manninn en ekki málefnið. Ég átti ekki von á svona tundurskeyti frá kollega og samstarfsmanni, sem ég hef hingað til átt snuðrulaus samskipti við, bæði hér á Landspítala sem og þegar ég vann sem læknir á Ísafirði. Titill greinarinnar er sérlega ærumeiðandi og Þorsteini til skammar, líkt og greinin sem telst vægast sagt ósmekkleg. Veit ekki hvort Þorsteinn sé að reyna að skora einhver stig eftir flókið brotthvarf sitt af Ísafirði,“ skrifar Tómas.

Mögulegt brot á Læknaeiðinum

Hann segist líta greinina alvarlegri augum en ella fyrir þá staðreynd að hann og Þorsteinn eru kollegar og hafi báðir undirritað Læknaeiðinn en þar er meðal annars ákvæði um að læknum beri „að auðsýna hver öðrum virðingu og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti. Læknir skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna,“ bendir Tómas á .

„Ég hef skrifað ritstjóra BB og sagt honum mína skoðun á þessum níðskrifum. Jafnframt hef ég fengið mér lögmann sem fer með næstu skref, og samskipti mín við greinarhöfund, BB og Siðanefnd lækna,“ skrifar Tómas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns