fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Lögregla og sérsveit óðu inn á Benzin Cafe – Villi hélt ógnandi manni í skefjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. september 2023 14:58

Skjáskot Vísir/Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Sigurðsson, eða Villi á Bensanum, eins og hann er oft kallaður, kom við sögu í gær þegar lögregla og sérsveit réðust inn á barinn Benzin Cafe við Grensásveg, í leit að manni sem hafði viðhaft hótanir og ógnandi tilburði.

Villi lenti í fyrra í öðru sæti í vali manns ársins hjá Vísir.is og Bylgjunni vegna hetjudáðar sem hann drýgði á Grensásvegi. Þá kviknaði í strætisvagni á Grensásvegi en Villi slökkti eldinn með slökkvitæki frá Benzín Cafe og leiddi farþega út úr vagninum.

Í gærkvöld kom Villi við sögu er maður ógnaði gestum Benzín Cafe og starfsfólki á sólbaðsstofunni Smart sem er í næstu dyrum. DV fékk ábendingar um afskipti Villa í málinu og hafði samband. Hann hló við og sagði:

„Þetta var nú engin hetjudáð eins og í strætóbrunanum í fyrra.“ Lýsir hann því síðan að maðurinn hafi verið með leiðindi við gesti á Benzín Cafe en það stefndi þó ekki í neina dramatík.

„Síðan er það fyrir algjöra tilviljun að ég hitti hann inni á Smart. Stelpurnar voru að loka staðnum og ég kem oft við hjá þeim rétt fyrir ellefu, þegar þær eru að loka, og fæ mér einn espresso.“

Villi gekk inn í mikil læti á sólbaðsstofunni, þar hafði maðurinn sagst vera með skammbyssu og hótaði ungum starfsstúlkum stofunnar öllu illu. „Hann var þarna með stæla og ég gekk í málið og þrumaði yfir honum, sagði honum að grjóthalda kjafti,“ segir Villi. Hann segist ekki hafa óttast manninn sem þó virtist ungur. „Þó að ég sé bara 70 kíló þá hefði ég haft hann undir á núll einni, þetta var bara vesalingur í geðrofi,“ segir Villi. Segir hann að sljákkað hafi í manninum þegar hann þrumaði yfir honum.

Starfsstúlkurnar hringdi í lögregluna og sögðu lögreglu að Villi væri þeim til aðstoðar. Villi hélt manninum í skefjum með tali sínu. „Ég vildi halda honum eins lengi og ég gæti þarna, þangað til lögregla kæmi á vettvang. Stelpurnar létu mig síðan fá símann sinn og ég ræddi við lögregluna og sagði þeim nafn mannsins. Það vildi samt ekki betur til en svo að þeir rugluðu honum saman við annan mann.“

Villi segir að lögregla og sérsveitarmenn hafi vaðið inn á Benzin Cafe og hafi gestum þar brugðið mjög er þeir voru beðnir um að sýna hendur sínar til að sanna að þeir væru vopnlausir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort maðurinn sem ógnaði starfsfólki inni á Smart hafi raun og veru verið vopnaður. Hann hafi ekki sýnt neitt skotvopn. „Ef hann hefði gert það þá hefði ég ráðist á hann undir eins.“

Er blaðamaður spyr Villa hvort hann verði aldrei hræddur segist hann ekki getað svarað því. Hann viðurkennir samt að hann hafi verið dálítið sleginn eftir uppákomuna í gærkvöld en þó jafnað sig fljótlega. Lögreglumenn á vettvangi ræddu við hann og hann reyndi að gefa þeim eins góðar upplýsingar og hann gat. Hann veit hins vegar ekki hvort lögregla handtók manninn síðar en hann var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Í gær

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“