Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað Reykjanesbrautinni. Vörubíll valt í nótt og er þar enn að sögn lögreglu.
Bíllinn var að flytja fisk og er nú unnið að því að bjarga verðmætum úr honum sem eru allnokkur. Ökumaðurinn varð fyrir minniháttar meiðslum.
Lögreglan beinir umferð um malarveg í Hvassahrauni á meðan unnið er að því að tæma og færa bílinn. Ekki er vitað hvenær það verður en að sögn lögreglu er talsvert í það.
„Biðjum ökumenn sem eiga leið um brautina að sýna þessu skilning og munum að fara varlega,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.