fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Svarti Pétur hvarf fyrir tveimur árum – Fannst fyrir algjöra tilviljun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 20:30

Svarti Pétur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég rakst á þennan og þar sem ég var með örmerkjaskanna þá ákvað ég að skanna hann og athuga hvar hann ætti heima. Hann var skráður til heimilis þó nokkuð langt í burtu svo ég ákvað að hringja í eigandann. Kom þá í ljós að Svarti Pétur er búinn að vera týndur í tvö ár,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir.

Anna Margrét, sem situr í stjórn hjá Dýrfinna og Kattavinafélagi Íslands, segir í samtali við DV að hún hafi verið að aðstoða vin sinn við að leita að kettinum hans, Sandi, sem týndur hefur verið í miðbænum.

Anna Margrét Áslaugardóttir
Mynd: Aðsend

Rakst hún þá á þennan kött og þar sem Anna Margrét er nær alltaf með örmerkjaskannann á sér, ákvað hún að skanna hann.  

Svarti Pétur

„Þetta sýnir okkur að týndir kettir hafa ekkert sérstakt útlit! Hann er vel í holdum og gæfur. Það getur vel verið að hann sé búinn að búa hjá einhverjum part af þessum tíma en það sýnir okkur líka að ef köttur birtist bara hjá þér og ekki dugar að finna eiganda á netinu þá þarf að skanna kisu fyrir örmerki. Látum okkur dýrin varða og gefum þeim tækifæri á að komast heim sérstaklega fyrir veturinn, hægt er að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að skanna kisur,“ segir Anna Margrét í færslu í Facebook-hópnum Íbúar í Norðurmýri. Svarti Pétur fannst í portinu sem bakgarðar húsa við Grettis- og Njálsgötu, Snorrabraut og Barónsstíg mynda. 

Hér fannst Svarti Pétur.

Anna Margrét segir í samtali við DV að á dyrfinna.is sé bæði hægt að kaupa örmerkjaskanna ef fólk vill eiga slíkan skanna og þar er jafnframt listi af fólki sem hægt er að hafa samband við. „Einnig er hægt að setja póst inn á hverfishópinn sinn með ósk um hjálp með að skanna. Það eru margir sem eiga skanna en vilja ekki vera á lista.

Svo er eitt með skönnun, þó að dýrið sé skráð nálægt þar sem það er þá er rosalega gott að meta aðstæður til dæmis hegðun dýrsins. Ef það virðist hrætt eða að biðja um hjálp að heyra þá í eiganda annað hvort með því að hringja eða senda SMS, það hefur alveg gerts að kisi finnist nálægt heimili þó hann sé búinn að vera týndur lengi,“ segir Anna Margrét.

„Svarti Pétur fannst því ég var að hjálpa vini mínum að leita að kisunni hans, honum Sandi. Vinur minn tók saman þessar kisur sem eru týndar á sama stað.“

Hafþór birti færsluna í Facebookhópnum Íbúar i Norðurmýri (og víðar), sjá má skjáskot af henni hér fyrir neðan. Sá köttur sem lengst hefur verið leitað að hefur verið týndur í eitt ár, en til allra kattanna hefur sést í miðborginni núna í ágúst. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti