fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Skoðun á framtíðarfyrirkomulagi sé ástæða þess að staða forstjóra var ekki auglýst

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 16:30

Sara Lind og eiginamaður hennar Stefán Einar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Guðbergsdóttir verður í stól forstjóra Ríkiskaupa til áramóta hið minnsta. Fjármálaráðuneytið ákvað að auglýsa ekki stöðuna núna í haust eins og tilkynnt hafi verið.

Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, stendur yfir skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Þar verður lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.

„Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa er settur í embætti hefur verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir,“ segir Elva.

Mannlíf greindi frá því í morgun að skipunartíminn hefði verið framlengdur. Sara Lind var sett tímabundið í stöðuna frá 1. apríl til 31. ágúst eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur staðan ekki verið auglýst. Segir þar að málið þyki lykta að vinavæðingu en Sara Lind, sem er eiginkona Stefáns Einars Stefánssonar hlaðvarpsstjórnanda og kampavínsinnflytjanda, sé tengd Sjálfstæðisflokknum.

Í frétt Hringbrautar af málinu í apríl síðastlinum var sagt að grunur léki á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, myndi skipa Söru Lind í stöðuna í sumar að undangenginni auglýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú