fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Skoðun á framtíðarfyrirkomulagi sé ástæða þess að staða forstjóra var ekki auglýst

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 16:30

Sara Lind og eiginamaður hennar Stefán Einar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Guðbergsdóttir verður í stól forstjóra Ríkiskaupa til áramóta hið minnsta. Fjármálaráðuneytið ákvað að auglýsa ekki stöðuna núna í haust eins og tilkynnt hafi verið.

Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, stendur yfir skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Þar verður lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.

„Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa er settur í embætti hefur verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir,“ segir Elva.

Mannlíf greindi frá því í morgun að skipunartíminn hefði verið framlengdur. Sara Lind var sett tímabundið í stöðuna frá 1. apríl til 31. ágúst eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur staðan ekki verið auglýst. Segir þar að málið þyki lykta að vinavæðingu en Sara Lind, sem er eiginkona Stefáns Einars Stefánssonar hlaðvarpsstjórnanda og kampavínsinnflytjanda, sé tengd Sjálfstæðisflokknum.

Í frétt Hringbrautar af málinu í apríl síðastlinum var sagt að grunur léki á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, myndi skipa Söru Lind í stöðuna í sumar að undangenginni auglýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi