fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Samskip segir ekki mögulegt að halda úti leiðakerfi til allra staða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 14:09

Samskip Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskip hafa sent frá sér tilkynningu en undir hana ritar Hörður Felix Harðarson, lögmaður fyrirtækisins.

Tilkynningin er sögð send vegna þeirra orða forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag  að ákvörðun stofnunarinnar í máli Eimskips og Samskipa væri „landsbyggðarmál“ og þar vísað til viðskipta félaganna á landflutningamarkaði.  Segir í tilkynningunni að svo virðist sem forstjórinn telji það hafa verið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að koma í veg fyrir þessi viðskipti, sem höfðu tíðkast í fámennari byggðalögum til fjölda ára.

Segir ennfremur að flutningafyrirtæki um heim allan eigi í stöðugum og umfangsmiklum viðskiptum alla daga. Með öðrum hætti verði vörum ekki komið á áfangastað enda ekkert fyrirtæki sem starfrækt geti leiðakerfi sem nái til allra staða. Það sama eigi við um flutninga innanlands á Íslandi. Eigi það ekki hvað síst við um afskekktari og fámennari byggðalög landsins. Bæði Samskip og Eimskip bjóði upp á innanlandsflutninga um land allt en til þess að það sé unnt kaupi félögin flutninga af ýmsum fyrirtækjum, auk þess að vera með eigin flutningaleiðir.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að fyrir liggi að Samskip og Eimskip hafi átt til fjölda ára í tilfallandi viðskiptum í innanlandsflutningum. Þetta hafi verið lögmæt viðskipti fyrir opnum tjöldum en ekki samráð af nokkrum toga. Viðskiptin hafi verið umfangslítil og tekið fyrst og fremst til minni og afskekktari þéttbýlisstaða, svokallaðra óvirkra markaðssvæða. Viðskiptin hafi komið til sökum þess að engar rekstrarlegar forsendur hafi verið til þess að tvö eða fleiri flutningafyrirtæki væru með reglubundna flutninga í umrædd byggðalög.

Samskip segir að Byggðastofnun (áður Póst- og fjarskiptastofnun) ákvarði á ári hverju umtalsverðar greiðslur úr ríkissjóði til Íslandspósts vegna flutninga fyrirtækisins til óvirkra markaðssvæða vegna óhagræðis af flutningunum. Þær hafi á árinu 2022 numið um 220 milljónum króna.

Í tilkynningunni er gerður samanburður og þar kemur fram að Samskip hafi keypt flutninga innanlands af Eimskipi á tímabilinu 2008-2013 á slíkum óvirkum markaðssvæðum fyrir um 16-29 milljónir króna á ári hverju. Þá sé afar áhugavert að við meðferð máls Samkeppnisstofnunar hafi komið fram upplýsingar um að Eimskip hafi á árinu 2010 gert samning við Íslandspóst í innanlandsflutningum. Þar hafi staðið m.a.: „Heildarsamningur upp á ca. 80m á ári eða ca. 320m á samningstímanum sem er fjögur ár. Við munum nota tvo dráttarbíla ásamt vögnum í verkefnið ásamt tilfallandi öðrum bílum eftir umfangi. Miklir möguleikar á frekari samstarfi með Íslandspósti á ýmsum leiðum.“

Í tilkynningu Samskipa segir að lokum:

„Ekkert eitt fyrirtæki í flutningastarfsemi getur haldið úti leiðakerfi til allra áfangastaða. Þetta á ekki hvað síst við um flutninga til afskekktra eða fámennari svæða á landsbyggðinni. Viðskipti flutningsaðila á slíkum svæðum eru nauðsynleg til að halda uppi þjónustustigi. Vart getur talist landsbyggðarmál að tryggja að Samskip geti ekki boðið viðskiptavinum sínum heildarsamninga sem innihalda flutninga til eða frá Þórshöfn eða Djúpavogi ef flutningsaðilinn er Eimskip. Gilda sérsjónarmið um flutningafyrirtæki.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri