fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Næturstrætó stoppar heldur ekki í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 16:00

Mynd: Strætó. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfnuðu í dag tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans að bjóða upp á þjónustu næturstrætó.

Eins og greint hefur verið frá munu Hafnfirðingar hefja tilraunakeyrslu næturstrætó í haust, frá 1. október til áramóta. DV greindi frá því um helgina að Kópavogsbær myndi ekki taka þátt í verkefninu og mun næturstrætó því keyra í gegnum Kópavog án þess að stoppa á leið sinni til Hafnarfjarðar.

Það sama á við um Garðabær. Næturstrætó mun keyra í gegnum bæinn án þess að stoppa.

Vilja rýna innanbæjarleiðir

Í bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi bæjarráðs segir að leggja þurfi áherslu á grunnþjónustu strætó þegar forgangsraða þurfi verkefnum í erfiðu rekstrarumhverfi.

„Farið var í tilraunaverkefni með næturstrætó á síðasta ári en fjöldi farþega í því verkefni stóð ekki undir væntingum,“ segir í bókuninni.

Létu flokkarnir einnig bóka að það þurfi að rýna innanbæjarleiðirnar 22, 23 og 24. Það er leiðir sem liggja um Urriðaholt, Vetrarmýri, Ásgarð, Sjáland og Álftanes.

Mikilvægt að hlusta á ungt fólk

Fulltrúar Viðreisnar og Garðabæjarlistans telja næturstrætó mikilvægan valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins.

„Við teljum mjög mikilvægt að mæta ungu fólki sérstaklega með öruggum samgöngum á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og viljum svara kalli stúdenta sérstaklega um að tryggja öruggan og traustan ferðamáta að næturlagi,“ segir í bókun þeirra. „Við teljum mikilvægt að hlusta á ungt fólk og mæta þeirra þörfum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum