fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Næst stærsta borg Bretlands í raun gjaldþrota

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 12:30

Ráðhús Birmingham/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að borgarstjórn Birmingham, næst fjölmennustu borgar Bretlands, hafi í samræmi við ákvæði breskra laga um fjárreiður sveitarfélaga lagt fram formlega tilkynningu um að hún hafi fryst öll útgjöld nema þau sem eru bráðnauðsynleg til að standa vörð um lögbundna grunnþjónustu borgarinnar.

Þessi þróun er sögð eiga einkum rætur sínar að rekja til 760 milljóna punda reiknings (um 127,1 milljarður íslenskra króna) sem féll á borgina. Þessi upphæð samsvarar öllum útgjöldum vegna þjónustu borgarinnar á einu ári. Reikningurinn féll á borgina eftir að hún tapaði dómsmáli sem fjöldi kvenkyns starfsmanna hennar höfðaði vegna ójafnfræðis í launum gagnvart karlkyns starfsmönnum.

Tilkynning af þessu tagi er ekki lögð fram nema borgar- eða sveitarstjórn í Bretlandi telji sig vera í fjárhagslegri nauð og hafi ekki lengur stjórn á fjármálum viðkomandi sveitarfélags.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem breskt sveitarfélag leggur slíka tilkynningu fram en Birmingham er það stærsta sem það hefur gert.

Meirihluti borgarstjórnar Birmingham, sem skipaður er liðsmönnum Verkamannaflokksins, segir tilkynninguna vera nauðsynlega til að ná aftur stjórn á fjármálum borgarinnar.

Leiðtogi minnihlutans í borgarstjórn, sem tilheyrir Íhaldsflokknum, segir að meirihlutinn hafi ekki tekið á afleiðingum dómsmálsins af nægilega mikilli festu.

Leiðtogar meirihlutans segja að gallar í nýju tölvukerfi borgarinnar hafi einnig sett talsverðan þrýsting á fjárhag hennar. Þeir segja að sömuleiðis hafi aukin eftirspurn eftir félagslegri þjónustu og minnkandi skatttekjur af atvinnurekstri, vegna verðbólgu, gert illt verra. Auknar hömlur hafi verið sett á útgjöld í júlí síðastliðnum. Leitað hafi verið aðstoðar og ráðgjafar hjá Sambandi breskra sveitarfélaga.

Þrátt fyrir þessa erfiðleika segja leiðtogar meirihlutans að grunnþjónusta verði sett í algjöran forgang sem sé í samræmi við þeirra gildi um að styðja þá íbúa borgarinnar sem höllustum fæti standa.

Áðurnefndur reikningur er sagður hækka um 5-14 milljónir punda í hverjum mánuði (á bilinu 836 milljónir til 2,3 milljarðar íslenskra króna).

Samkvæmt dómi ber borgarstjórninni að greiða hann en samkvæmt áðurnefndri tilkynningu ræður borgin einfaldlega ekki við að greiða reikninginn.

Samkvæmt þessu getur Birminghamborg ekki staðið við skuldbindingar sínar og er því komin í greiðslufall sem þýðir að borgin er tæknilega gjaldþrota. Sveitarfélög í Bretlandi geta lagalega séð ekki orðið gjaldþrota en þegar tilkynning af þessu tagi er lögð fram er því oft lýst þannig að viðkomandi sveitarfélag sé í raun gjaldþrota

Leiðtogar meirihlutans segja að unnið sé að lausnum á stöðunni og að tilkynnt verði um næstu aðgerðir þegar þær liggja fyrir. Reiknað er með því að borgarstjórn Birmingham muni þurfa að samþykkja nýja fjárhagsáætlun sem felur í sér verulegan niðurskurð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu