fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Maðurinn sem réðst á Stefán og Önnu í Fossvogi grunaður um mikinn fjölda afbrota og úrskurðaður í langt gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. september 2023 17:30

Stefán S. Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um fjölmörg afbrot. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september.

Maðurinn er meðal annars grunaður um árás á hjónin  Stefán S. Stefánsson og Önnu Steinunni Ólafsdóttur er þau voru á göngu á göngustíg í Fossvogi sunnudaginn 6. ágúst. Árásin átti sér stað um hábjartan dag og greindi DV svo frá:

„Stefán S. Stefánsson og eiginkona hans, Anna Steinunn Ólafsdóttur, urðu fyrir skelfilegri reynslu á laugardag er tveir ungir menn á vespu ógnuðu þeim með hnífi og rændu verðmætum af Stefáni. Ránið átti sér stað um hábjartan dag á göngustíg í Fossvoginum en sömu menn rændu einnig 35 þúsund krónum af eldri konu sem var að taka fé út úr hraðbanka í Hamraborg.

Mennirnir eru 18 og 21 árs. Þeir voru báðir handteknir á laugardag en sá eldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, sunnudag.

Stefán táði sig um atburðinn í tveimur Facebook-færslum um helgina, sem hann veitti DV góðfúslega leyfi til að birta. Í annarri þeirra kemst hann svo að orði:

„Afsakið orðbragðið en andskotinn hafi það! Eftir að hafa búið í bandarískri stórborg í tæp fjögur ár (án þess að neitt kæmi fyrir) er ég rændur í mínum kæra Fossvogsdal, um hádegi! Annar þessara pörupilta hélt stórum hníf yfir brjósti mínu meðan hinn fór í gegnum vasa mína og stal öllu steini léttara.

Lögreglan brást hratt og vel við og er búið að handtaka sökudólgana. Okkur hjónum var illa brugðið en líður annars vel. Hef endurheimt það sem þeir tóku. Sá eini sem var afslappaður allan tímann var hundurinn okkar sem snusaði í næsta runna á meðan á látunum stóð og sýndi þessu engan áhuga, þá veit maður varðhunda-nytsemina á þeim bæ.“

Í seinni færslu um málið segir Stefán að ungu mennirnir sem í hlut áttu þurfi aðstoð en ekki dómhörku. Ennig sé mikilvægt að hlúa að grunnstofnunum í samfélaginu, til dæmis lögreglu og heilbrigðiskerfi:

„Kæru vinir

Við hjónin þökkum allar hlýjar kveðjur í okkar garð. Okkur líður ágætlega. Fórum í göngutúr aftur í gærkvöld.

Ég hvet ykkur sem hafið lýst ótta yfir þessu að láta þetta einangraða atvik ekki aftra ykkur frá því að njóta okkar yndislegu útivistarsvæða. Þó svo vopnaburður ungs fólks hafi aukist þá er þetta frávik.

Þessir ungu menn þurfa hjálp, ekki gapastokk eða þvíumlíkt.

Þetta undirstrikar bara mikilvægi sterkra stofnana okkar Íslendinga: Lögreglu, heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsþjónustu.

Ég mun svo eiga sér samtal við hundinn minn síðar.““

Langur listi afbrota

Maðurinn er einnig grunaður um rán í Hamraborg sama dag, eins og kemur fram hér að ofan, er hann rændu fjármununum af eldri konu sem var að taka fé út úr hraðbanka. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg ofbeldis- og þjófnaðarbrot. Segir í úrskurði héraðsdóms að rannsókn lögreglu á brotum mannsins sé langt kominn og að gefin verði út ákæra gegn honum á næstunni. Meint brot eru samtals sautján. Hann er meðal annars grunaður um að hafa slegið mann í andlitið með bjórkönnu og fyrir að hafa stungið annan mann í höfuðið með áhaldi. Einnig er hann grunaður um fjölmörg þjófnaðarbrot.

Úrskurðinn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því