fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Íslenskur stjarneðlisfræðingur leitar að fjársjóðum í dvergvetrarbrautum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 11:56

Vista geimsjónaukinn sem nýttur verður við rannsóknina/Mynd:ESO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu sem DV barst hefur íslenskur stjarneðlisfræðingur, Ása Skúladóttir, fengið styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu upp á 1.5 milljónir evra til að vinna að verkefni sínu „TREASURES: Digging into dwarf galaxies“, sem mætti útleggjast sem ,,Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta“.

Í tilkynningunni segir að þessi evrópski styrkur sé ætlaður fyrir tiltölulega ungt og framúrskarandi vísindafólk, en Ása útskrifaðist með doktorsgráðu í stjarneðlisfræði frá háskólanum í Groningen í Hollandi árið 2016, og starfar núna sem vísindakona við háskólann í Flórens á Ítalíu.

Í tilkynningunnni segir ennfremur:

„Með verkefni sínu stefnir Ása á að nota ný gögn um nálægar dvergvetrarbrautir til að reyna að svara grundvallarspurningum um Vetrarbrautina okkar og hvernig frumefnin urðu til. Eins og allar stærri vetrarbrautir, þá þróaðist og stækkaði Vetrarbrautin okkar í gegnum röð samruna við minni vetrarbrautir, þ.e. svokallaðar dvergvetrarbrautir. Í kringum Vetrarbrautina okkar eru núna þekktar yfir 50 dvergvetrarbrautir sem eru á braut um hana, svipað því og hvernig jörðin er á sporbraut um sólina. Nýlega hafa einnig fundist fjöldamargir stjörnustraumar sem taldir eru vera leyfar af gömlum dvergvetrarbrautum sem hafa verið slitnar í sundur af þyngdarafli Vetrarbrautarinnar. Þessar litlu dvergvetrarbrautir og stjörnustraumar þeirra eru fjársjóðskista sem geymir svör við mörgum af stóru spurningum stjarneðlisfræðinnar.

Vegna Gaia geimsjónaukans – sem rannsakar meira en 2 milljarða stjarna í Vetrarbrautinni og nágrenni – hefur aldrei verið auðveldara að auðkenna þær stjörnur sem tilheyra þessum dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum. Núna er verið að hanna nýjan litrófsmæli, 4MOST, sem getur tekið litróf af 2400 stjörnum í einu, og verður staðsettur á 4 metra VISTA sjónaukanum í Chile. Með því að nýta sér þessar framfarir, þá hannaði Ása stærstu könnun af sínu tagi, 4DWARFS, sem var samþykkt árið 2021 eftir 2 ára umsóknarferli. 4DWARFS mun nota 4MOST á árunum 2024-2029 mun taka litróf af um 130,000 stjörnum í dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum sem að sjást frá suðurhveli jarðar. Þannig er hægt að mæla hraða stjarnanna, aldur þeirra og efnasamsetningu. Verðmæti þessara gagna sem hún hefur fengið samþykki fyrir er um 2-3 milljónir evra.“

Ása Skúladóttir/Mynd: aðsend

Að lokum segir í tilkynningunni að með verkefninu TREASURES muni Ása þannig nota gögnin úr 4DWARFS könnuninni til þess að skoða stjörnur af mismunandi aldri í þessum kerfum, og þar með fylgjast með þróun Vetrarbrautarinnar allt frá stuttu eftir Stóra hvell og fram til nútímans. Nálægðin við sólkerfið tryggi að þetta sé hægt að gera með miklu nákvæmari hætti en mögulegt sé við rannsóknir á svipuðum vetrarbrautum lengra í burtu, en stjörnurnar sem að Ása ætli að skoða séu allar í um 80 til 500 þúsund ljósára fjarlægð frá okkur.

Verkefnið muni þannig reyna að svara grundvallarspurningum eins og: Hvernig voru fyrstu stjörnurnar í alheiminum? Hvernig urðu frumefni eins og kolefni, járn og gull til? Hvernig dreifðust frumefnin um heiminn? Þessi gögn bjóði líka upp á einstakt tækifæri til að skoða eiginleika hulduefnis, og reyna að skilja hvernig Vetrarbrautin okkar varð til, hvernig hún þróaðist og stækkaði í gegnum aldirnar, alla leið frá fyrstu stjörnunum og fram til dagsins í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill