fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Anton Karl fær stærsta styrk sem fengist hefur til rannsókna í íslenskum málvísindum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 11:36

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni, við HÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC) til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Í rannsókninni er notuð svokölluð háskerpuaðferð til að fá fram nákvæmari mynd af slíkum breytingum en áður hefur verið gert. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna í íslenskum málvísindum.

Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að verkefnið heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við skólann. EILisCh-verkefnið miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina gögn með afkastameiri hætti en annars væri unnt. Háskerpuaðferðin byggist einmitt bæði á þessu, að geta nýtt stór gagnasöfn með afkaskastamiklum hugbúnaði og hinu, að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra.

Alþjóðlegt verkefni sem færir stúdentum tækifæri til starfsþjálfunar

Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð við New York University og Yale University í Bandaríkjunum og University of York í Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins.

Verkefnið fer fram á rannsóknarstofu Antons, Rannsóknarstofunni Máli og tækni, á þriðju hæð í Eddu — húsi íslenskunnar. Stofan hefur verið samnefnari margvíslegra verkefna í málvísindum og máltækni síðustu ár og verið til húsa í Árnagarði 2020–2023. Í tengslum við verkefni á vegum Máls og tækni hefur m.a. verið þróuð orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál, stundaðar rannsóknir á taugahrörnun í samstarfi við Landspítala og villur í íslensku ritmáli kortlagðar.

EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur einmitt stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar.

Sex stórir ERC-styrkir til HÍ á sjö árum

Styrkurinn til verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er afar hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.

Háskóli Íslands leggur sérstaka áherslu á það í stefnu sinni, HÍ26, að afla styrkja frá ERC og á síðustu sjö árum hafa vísindamenn skólans aflað sex slíkra styrkja, á sviði lýðheilsuvísinda, lækna- og lyfjavísinda, stjarneðlisfræði og nú málvísinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú