fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Rök sögð fyrir því að hægt sé að banna framboð Donald Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. september 2023 16:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Kaine sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Virginíuríkis sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC að sterk rök væru fyrir því að banna að nafn Donald Trump verði á kjörseðlinum í forsteakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, á grundvelli 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna.

Í þeim viðauka stendur meðal annars að einstaklingur sem hafi tekið þátt í uppreisn gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna geti ekki gegnt neinu opinberu embætti í landinu.

Kaine sagði í viðtalinu að hann reikni með að skorið verði úr um þetta fyrir dómstólum. Hann tilheyrir Demókrataflokknum og segir að flokkurinn ætti að einbeita sér að því að sigra í kosningunum.

Lögfræðingar segja langsótt að hægt sé að beita þessum ákvæðum gegn framboði Trump. Þeim var bætt við stjórnarskrána í kjölfar borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum á sjöunda áratug nítjándu aldar. Það kemur hins vegar ekki fram í stjórnarskránni hvernig eigi að framfylgja þessu banni og því hefur aðeins verið beitt tvisvar en það var á nítjándu öld og beindist þá að fyrrum liðsmönnum Suðurríkjanna.

Embættismenn í ríkjum þar sem reiknað er með að verði mjótt á mununum á milli Demókrata og Repúblikana, m.a. Michigan og New Hampshire, búast við lögsóknum þar sem vísað verði til þessara ákvæða stjórnarskrárinnar. Þeir eru sagðir vera að kanna lagalegan grundvöll slíkra málsókna og hvort að það sé yfirhöfuð mögulegt, á grunni ákvæðanna, að banna það að nafn Donald Trump verði á kjörseðlinum í þeirra ríkjum.

Hópar andstæðinga Trump hafa haldið þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar á lofti og hafa heitið því að höfða mál á grundevelli þeirra í því augnamiði að koma í veg fyrir framboð forsetans fyrrverandi.

Sumir íhaldssamir fræðimenn á sviði lögfræði eru sagðir taka undir að þetta sé mögulegt.

Tim Kaine segist telja að þessi ákvæði heimili að framboð Trump verði bannað. Hann vísar þar til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna, 6. janúar 2021, og segir hana hafa falið í sér uppreisn gegn stjórnarskránni enda hafi ætlun árásarinnar verið að trufla friðsamleg valdaskipti, sem séu byggð séu á stjórnarskránni.

Hann segir að hann hafi rætt það við aðra öldungardeildarþingmenn að beita 14. viðaukanum til að banna framboð Trump eftir að Bandaríkjaþing ákærði forsetann fyrrverandi í annað sinn, árið 2021, eftir árásina á þinghúsið. Meirihluti öldungadeildarþingmanna vildi sakfella Trump en 2/3 þeirra þarf til að sakfelling á hendur forseta nái fram að ganga.

Eftir að Trump var sýknaður af þessari ákæru þingsins ræddi Kaine, við kollega sína, um að samþykkja ávítur á forsetann fyrrverandi á grunni 14. viðaukans til að koma í veg fyrir að hann gæti gegnt opinberu embætti á ný. Þær hugmyndir náðu hins vegar ekki fram að ganga.

Það var CNN sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“