fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

Árásir fiska við Alicante á Spáni vekja óhug – 15 meiðast á dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. september 2023 14:00

Frá Benidorm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baðstrandagestir við Benidorm á Spáni hafa verið varaðir við óvenjulegum árásum fiska.

Í frétt Daily Mail um árásarnir kemur fram að fimmtán baðgestir á degi hverjum eru að leita sér læknisaðstoðar vegna áverka. Tegundin sem ber ábyrgð á árásunum eru borrar (e. sea bream) en í umfjölluninni kemur fram að það sé eldra fólk sem helst verði fyrir barðinu á þeim.

Borrarnir glefsa aðallega í fæðingabletti, vörtur og sár á útlimum fólks. Borrar verða allt að 30 sentímetra langir og þeir bíta til blóðs og skilja iðulega eftir tannför í húð fórnarlamba.

Talið er að tíðarfarið sé ástæðan fyrir árásunum en Miðjarðarhafið er nú óvenju heitt miðað við árstíma. Það er sagt hraða efnaskiptum í borrunum og gera það að verkum að matarlyst þeirra hefur aukist mjög.

Borri

Árásargjarnasta tegundin af borrum heldur sig yfirleitt við strendur eyjunnar Tabarca, sem er rétt fyrir utan bæinn Santa Pola. Þar hafa ferðamenn dundað sér við að gefa fiskunum að borða árum saman og það gæti hafa stuðlað að því að fiskarnir óttast ekki mannfólk heldur þvert á móti sækja í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?