fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Meirihluti finnur fyrir minni vatnsþrýstingi eftir framkvæmd

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. september 2023 11:00

Heitavatnslaust var í um einn og hálfan sólarhring þegar lögnin var tengd. Mynd/Veitur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar lýsa minni vatnsþrýstingi á hitaveituvatninu eftir stóra framkvæmd Veitna í ágúst. Veitur greina eðlilegan þrýsting.

Ný heitavatnslögn var tengd dagana 21. til 23. ágúst síðastliðinn. Var heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í um einn og hálfan sólarhring á meðan framkvæmdunum stóð.

Þetta er hluti af miklum framkvæmdum sem hafa staðið yfir við göturnar Álfaskeið og Sólvangsveg í Hafnarfirði síðan í nóvember á síðasta ári. Stefnt er að því að þeim ljúki í haust. Verið er að endurnýja stofnlagnir vegna fjölgunar íbúa og markmiðið að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn til áratuga.

Ekki allir eru sáttir því samkvæmt óformlegri könnun á samfélagsmiðlum finna 57 prósent svarenda í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir minna flæði á heita vatninu eftir framkvæmdina. 40 prósent segjast hafa sama flæði en aðeins 3 prósent segjast hafa meira. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 80 manns svarað.

Eðlilegur þrýstingur

„Tengingin á nýrri heitavatnslögn í Hafnarfirði gekk vel og stjórnkerfi Veitna sýnir eðlilegan þrýsting á heita vatninu í bænum,“ segir Rún Ingvarsdóttir, samskiptastýra Veitna.

Rún segir að nokkrir lekar hafi orðið í kjölfar tengingarinnar og hefur verið gert við þá. Í gær var unnið að viðgerð við Lækjargötu.

„Ef fólk upplifir minni þrýsting á heita vatninu bendum við því á að hafa samband við Veitur,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis