fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hannes ósáttur við að starfsmaður Leifsstöðvar hafi stigið fram og sagt hann ljúga til um töskumálið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. september 2023 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir að það geti ekki verið í samræmi við starfsreglur Isavia að starfsfólk flugstöðvarinnar „hlaupi í fjölmiðla með sínar frásagnir“. Vísar prófessorinn þar til viðtals Vísis við Rúnu Mjöll Helgadóttur, starfsmanns Leifsstöðvar, sem varð vitni að uppákomu þar sem Hannes heldur því fram að „kona klædd í múslimabúning“ hafi reynt að stela af sér handfarangurstöskunni sinni þegar hann kom til landsins í nótt.

Ásökun prófessorsins birtist um miðja nótt en Rúna Mjöll gerði fljótlega athugasemd við færsluna þar sem hún tók Hannes til bæna. Sagði Rúna Mjöll hann fara með rangt mál og að um misskilning hafi verið að ræða sem auðsótt hafi verið að leiðrétta. Hannes hafi hins vegar brugðist hinn versti við og orðið sér til skammar.

Hefur Rúna Mjöll hlotið mikið lof fyrir færsluna en hún fór betur yfir atburðarásina í viðtalinu við Vísi og sagði að viðbrögð Hannesar hafi borið vott um rasisma. „Hann öskraði bara á þær af því að hann sá að þær voru múslimar. Ég held að allir hafi séð að hann er rasisti,“ sagði Rúna Mjöll. Hún hafi brugðist við færslunni þegar hún kom heim eftir 10 klukkustunda vakt og svarað Hannesi fullum hálsi. Þegar hún svo vaknaði eftir nætursvefninn hafi verið „alveg fullt að gerast með þetta.“

Svarar gagnrýnendum fullum hálsi

Það er vægt til orða tekið því á Facebook-síðu Hannesar Hólmsteins hefur staðið yfir nánast samfellt netrifrildi í hálfan sólarhring og virðist ekkert lát á. Þar hefur Hannes verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og þau sögð vera rasísk en prófessorinn gefur ekkert eftir og svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi.

Í nýjustu færslunni gerir hann svo, eins og áður segir, athugasemd við að vitnið Rúna Mjöll hafi ekki aðstoðað sig og kallað á lögreglu þegar hann taldi sig vera fórnarlamb þjófnaðar og hvað þá stigið fram í fjölmiðlum og leiðrétt frásögn hans.

„Það er með ólíkindum, að starfsmaður í Leifsstöð telji það ekki skyldu sína að aðstoða það fólk, sem verður fyrir því, að handfarangri þess sé hnuplað, heldur hlaupi til varnar því fólki, sem hnuplaði. Það villist enginn á handfarangri, því að fólk ber hann á sér eða með sér út úr vélum. Og það er líka með ólíkindum og getur ekki verið í samræmi við starfsreglur, að starfsfólk í Leifsstöð hlaupi í fjölmiðla með sínar frásagnir af því, sem þar gerist innanhúss, og ásakanir á hendur viðskiptavinum stöðvarinnar,“ skrifar Hannes.

Þessi ummæli hans hafa hellt olíu á eldinn og má búast við áframhaldandi hasar á síðu prófessorsins sem eflaust mun færast enn í aukana þegar rökkva tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“