fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fífldirfska ferðamanna í Reynisfjöru – Í göngugrind í stórhættulegu öldurótinu – „Ég er búinn að gefast upp“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 2. september 2023 22:14

Hegðun ferðamannanna var stórhættuleg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að gefast upp við að reyna að aðvara fólk,“ segir Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company, sem tók myndir af fáránlegri hegðun ferðamanna við Reynisfjöru. Eins og sjá má léku ferðamennirnir sér í stórhættulegu öldurótinu, þrátt fyrir viðvaranir um þá lífshættu sem getur skapast af slíku athæfi. Á myndunum sést meðal annars kvenkyns ferðalangur spóka sig í fjörunni í göngugrind og áttar sig eflaust ekkert á hættunni.

Carlos segir að hann hafi verið í talsverðri fjarlægð frá fólkinu og tekið myndirnar þaðan. Hann hafi því ekki náð að tala við fólkið og satt best að segja sé hann, sem fer reglulega með viðskiptavini í fjöruna mikilfenglegu, eiginlega búinn að gefast upp á því.

„Það er alltaf sama svarið. Mér er sagt að skipta mér ekki af. Sumir ferðamenn neita einfaldlega að hlusta þrátt fyrir allar viðvaranirnar,“ segir Carlos, sem veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar sem hann tók og birti á Facebook með yfirskriftinni: „Orðlaus“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“