fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Næturstrætó mun keyra í gegnum Kópavog án þess að stoppa

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. september 2023 22:00

Kópavogur ætlar ekki að taka þátt í næturstrætó þó að Hafnarfjörður ætli að gera það.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnfirðingar ákváðu í vikunni að hefja keyrslu næturstrætó. Kópavogsbúar ætla ekki að gera slíkt hið sama og mun strætó því keyra í gegnum bæinn án þess að stoppa. Óvíst er með Garðabæ.

„Við höfum haft þá afstöðu að ekki sé ráðlegt að stofna til þeirra útgjalda sem fylgja næturstrætó á meðan Strætó bs. glímir við erfiða fjárhagslega stöðu og á fullt í fangi með að halda úti sinni grunnþjónustu,“ segir Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs.

Orri Hlöðversson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir næturstrætó ekki á dagskrá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á miðvikudag að hefja akstur næturstrætó. Verður það tilraunaakstur til að byrja með, um helgar frá 1. október næstkomandi til 1. janúar.

Notkun næturstrætó var á sínum tíma mest í Hafnarfirði, áður en hún var lögð af vegna lítillar heildarnotkunar á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að Reykjavík hóf akstur að nýju hafa Mosfellingar og nú Hafnfirðingar bæst í hópinn. Ekki er vitað hvað næturstrætó kostar Hafnarfjarðarbæ en Mosfellsbær greiðir einungis 2,5 milljónir króna á ári fyrir aksturinn.

Samkvæmt bókun bæjarstjórnar verður bæði Kópavogsbæ og Garðabæ boðið að taka þátt í akstrinum, enda augljós samlegðaráhrif af akstri milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Eins og fram kom fyrst í fréttinni mun Kópavogur ekki taka þátt og því mun næturstrætó keyra í gegnum Hamraborg án þess að stoppa.

DV hefur ekki náð tali af forystumönnum í bæjarstjórn Garðabæjar en málið hefur ekki komist á dagskrá á fundum bæjarins nýlega.

Færri keyri fullir bíla eða rafskútur

Að sögn Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, óskaði hún ásamt fulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs eftir umræðu um að hefja akstur næturstrætó síðastliðið vor, í samvinnu við Garðabæ og Hafnarfjörð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi hins vegar hafnað því.

„Nú þegar Hafnarfjörður hefur ákveðið að hefja akstur næturstrætó að nýju er auðvitað fáránlegt að sveitarfélögin sameinist ekki um þessa þjónustu þar sem strætó mun auðvitað aka í gegnum Kópavog,“ segir Sigurbjörg.

Sigurbjörg segir að almenningssamgöngur séu gríðarlega mikilvægur ferðamáti sem geri fólki kleift að komast leiða sinna á öruggan og áreiðanlegan hátt.

„Með næturstrætó gefst fólki hagkvæmur, öruggur og umhverfisvænn kostur til að ferðast úr miðbænum eftir skemmtun næturinnar eða eftir vinnu. Akstur næturstrætó stuðlar að skaðaminnkun og bætir öryggi þeirra sem þurfa að komast leiða sinna en geta ekki ekið bíl,“ segir hún.

Sigurbjörg Erla, bæjarfulltrúi Pírata, segir næturstrætó draga úr ölvunarakstri.

Reynsla annarra landa sýni að aukið aðgengi að almenningssamgöngum á næturnar geti dregið töluvert úr ölvunarakstri.

„Þá er líklegt að færri freistist jafnframt til þess að fara ferða sinna á rafhlaupahjóli í ölvunarástandi með tilheyrandi líkum á slysum. Það er til mikils að vinna,“ segir Sigurbjörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti