fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Maður grunaður um manndráp á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 20:46

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan 27. apríl síðastliðinn grunaður um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolesnikova var leystur úr gæsluvarðhaldi í kvöld, en dæmdur í farbann. 

Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn, en banamein hennar liggur enn ekki fyrir. Rannsókn málsins stendur enn yfir og beðið er endanlegrar niðurstöðu úr krufningu.  RÚV greindi frá.

Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Í samtali við DV þann 1. maí sagði eldri systir hennar það af og frá að andlát hennar tengdist neyslu. „Fólk er mikið farið að tala um og giska að hún hafi verið einhverskonar fíkill og það er eins fjarlægt sannleikanum og hægt er og við viljum að fólk viti það.“ 

Sjá einnig:  Banamein Sofiu liggur enn ekki fyrir – Meintur gerandi hefur setið í varðhaldi í fjóra mánuði og neitar sök

„Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi .

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í átján vikur, en samkvæmt lögum má halda einstaklingi í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

„Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðanda mínum lengur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“