fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups sem er nýhafið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skaftárhlaup er hafið en það kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Segir í tilkynningunni að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og einnig mældist aukin rafleiðni. Borist hafa tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli.

Þá hefur Ríkislögreglustjóri sent frá sér tilkynningu um að lýst hafi verið yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi. Í tilkynningunni kemur fram að vatnshæð er farin að rísa í Skaftá og Eldvatni.  Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hlaupið komi úr Skaftárkatli Vestari eða Eystri.  Árið 2021 hljóp úr báðum kötlunum og má búast við svipuðum afleiðingum og þá.

„Brennisteinsvetnismengunar getur gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli og getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnaárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir,“ segir í tilkynningunni.

Óvissustig Almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm