fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vottar Jehóva brjálaðir og saka ríkismiðilinn um lögbrot – Seinagangur og málgleði kom þeim þó í koll

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2023 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki voru Vottar Jehóva á Íslandi ánægðir með umfjöllun Ríkisútvarpsins um málefni þeirra á þessu ári, en trúfélagið leitaði til fjölmiðlanefndar og kvartaði undan ætluðum brotum Ríkisútvarpsins á fjölmiðlalögum. Nánar tiltekið hafi Vottum verið neitað um rétt til andsvara. Fjölmiðlanefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki gerst brotlegt.

Málið má rekja til umfjöllunar í útvarpsþættinum Þetta helst í janúar á þessu ári og svo umfjöllun í kjölfarið á vefmiðli RÚV og síðar í Kastljósi. Töldu Vottar Jehóva að þar hafi verið fjallað með óvægum hætti um trúfélagið og settar fram alvarlegar og rangar ásakanir.

Í umræddum þætti Þetta helst var fjallað um trúarofbeldi og þolendur þess, en enginn vettvangur standi þeim til boða til að fá áheyrn annar en fjölmiðlar. Þar var vikið að Vottum Jehóva og sagt að samfélag þeirra væri mjög hulið að mörgu leyti og langstærsti hluti starfseminnar fari fram bak við luktar dyr. Dæmi um það sem kom fram í þeirri umfjöllun er eftirfarandi:

„Og afleiðingarnar fyrir að brjóta af sér eru miklar. Útskúfun er eitt öflugasta tækið sem Vottar Jehóva notast við, og það er ekkert grín að vera útskúfaður frá Vottum. Sérstaklega ef þú hefur verið alin upp innan safnaðarins. Það má enginn tala við þig eða hitta þig, fjölskyldum er sundrað í nafni trúar. Vottarnir segja að bóknám í háskóla sé óæskilegt og jafnvel hættulegt, öldungarnir ráða öllu og gaslýsingin er gífurleg. En þetta er allt saman þess virði því þau sem trúa og fylgja reglum fara í paradís þegar heimurinn endar.“

Var þar rætt við fyrrverandi safnaðarmeðlim sem hafði stofnað stuðningshóp fyrir fyrrverandi Votta Jehóva. Hún lýsti því hvernig var að alast upp í þessu umhverfi. Vottar Jehóva segja að þarna hafi þeir verið sakaðir um alvarleg mannréttindabrot, hótanir, kúgun og andlegt og líkamlegt ofbeldi, m.a. gagnvart börnum. RÚV hafi þó í engu leitast við að gefa þeim færi á að svara fyrir sig.

Vottar Jehóva gerðu í kvörtun sinni til Fjölmiðanefndar athugasemd við að ekki hafi verið haft samband við trúfélagið til að veita þeim færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Eins voru gerðar athugasemdir við sinnuleysi um hagsmuni trúfélagsins með því að láta hjá líða að bregðast við kröfum þess um birtingu andsvara, líkt og félagið gerði ítrekað í mars.

Í bréfi sem trúfélagið sendi RÚV sagði m.a.

„Við beitum þeim rétti með því að setja fram þá kröfu að þið birtið án tafar – án endurgjalds, óstyttan, án viðbótar, úrfellingar eða innskota, á áberandi stað á heimasíðu vefseturs ykkar, ruv.is, svo og á sömu netsíðu og efnið sem um ræðir birtist – texta þann sem þið finnið í ramma hér að neðan ásamt tilheyrandi neðanmálstilvísunum.“

Með fylgdi yfirlýsing þar sem ásökunum á hendur félaginu var hafnað.

RÚV varð ekki við þessari kröfu og í svörum sínum til Fjölmiðlanefndar vísaði ríkismiðillinn til þess að lögum samkvæmt mætti fjölmiðill hafna beiðni um andsvar ef svarið væri komið of seint fram. Eins ef andsvör fela í sér annað og/eða meira en að leiðrétta staðreyndir. Fjölmiðlanefnd taldi andsvör trúfélagsins bæði hafa komið of seint fram, sem og vera alltof löng, í þeim hafi falist annað og meira en að leiðrétta staðreyndir.

Verður RÚV því ekki ger tað birta andsvör Votta Jehóva.

Hér má lesa ákvörðun Fjölmiðlanefndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt