fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Prigozhin kemur öllum á óvart og skaut skyndilega upp kollinum í Afríku – „Við erum að ráða alvöru slavneska hermenn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 07:47

Er Prigozhin á líf?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner-málaliðahersins, kom leyniþjónustum helstu ríkja heims í opna skjöldu þegar myndband af honum fór í dreifingu þar sem svo virðist sem hinn ódæli byltingarsinni sé staddur á ótilgreindum stað í Afríku.

Í myndbandinu, sem birtist á Telegram, er Prigozhin í herklæðum í eyðimörk og heldur á rifli og í baksýn er hertrukkur og tveir aðrir menn. Segir hann í myyndbandinu að hann sé að freista þess að gera Rússland enn öflugra í öllum heimsálfum og að gera Afríku „frjálsari en nokkru sinni fyrr“. Segir hann að hann sé staddur í hita yfir 50 gráðum og sé að stýra könnunarleiðangri Wagner-herdeildar.

„Réttlæti og friður fyrir fólk í Afríku. Búum til martröð fyrir ISIS, al-Qaeda og aðra þrjóta. Við erum að ráða alvöru slavneska hermenn og höldum áfram að sinna þeim verkefnum sem við hétum að leysa,“ heyrist hinn umdeildi leiðtogi meðal annars segja í myndbandinu. Wagner-liðar hafa komið að ýmsum verkefnum, og jafnvel ódæðum í Afríku, meðal annars í Malí þar sem herdeildin hefur aðstoðað stjórnvöld við að kveða niður íslamska uppreisn nærri landamærunum við Burkína Fasó og Níger. Segir í frétt CNN að talið sé að Prigozhin gæti séð tækifæri í Níger þar sem ástandið er mjög óstöðugt eftir nýlegt valdarán hersins í landinu.

Eins og áður segir eru leyniþjónustur annarra ríkja furðulostnir yfir myndbandinu enda töldu flestir líklegra að næstu fréttir af Prigozhin væru þær að hann væri kominn undir græna torfu eða í eitthvað gúlag í Síberíu. Ekki að hann væri farinn að sinna verkefnum fyrir Rússland í fjarlægum heimsálfum.

Eins og frægt varð stýrðri Prigozhin stuttri uppreisn Wagnerliða þann 23. júní síðastliðinn þar sem heimsbyggðin var með öndina í hálsinum. Valdaránstilraunin varði þó stutt og Prigozhin sammþykkti loks að leggja niður vopn.

Ekki hefur fullkomlega tekist að staðfesta að myndbandið sé nýtt og raunverulegt en ljóst er að Prigozhin heldur áfram að koma heimsbyggðinni á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“