fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Grunaður morðingi Jaroslaws sendi skilaboð: „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 12:26

Jaroslaw Kaminski. Mynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana í leiguherbergi að Drangahrauni í Hafnarfirði, aðfaranótt 17. júní, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. september. Héraðdsómur Reykjaness kvað upp þennan úrskurð 15. ágúst og Landsréttur staðfesti hann í gær, 21. ágúst.

Sjá einnig: Rannsókn í Drangahraunsmálinu lokið – Hvers vegna var Jaroslaw myrtur?

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum koma fram nýjar upplýsingar í málinu. Fram kemur að hinn grunaði hafi sent vitni eftirfarandi skilaboð á Messenger eftir miðnættti aðfaranótt 17. júní:

 „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“

Einnig kemur fram að hinn grunaði viðurkenndi að hafa stungið Jaroslaw einu sinni í sjálfsvörn.

Krafa lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum byggir á 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála. Þar segir að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Má lesa úr þessu að lögregla telji manninn hættulegan almenningi.

Bæði héraðsdómur og Landsréttur fallast á þessi rök og telja nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að maðurinn sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er lokið og það er núna komið á borð Héraðssaksóknara.

Úrskurðina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök