fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Banamein Sofiu liggur enn ekki fyrir – Meintur gerandi hefur setið í varðhaldi í fjóra mánuði og neitar sök

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 20:18

Sofia Sarmite Kolesnikova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banamein Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn liggur enn ekki fyrir.  

Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, stjúpbræður búsettir á Selfossi, sá eldri þeirra, fæddur 1997, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan, en sá yngri þeirra, fæddur 1998, var látinn laus 4. maí síðastliðinn. Sá hefur ítrekað komist í kast við lögin og hlaut nýlega dóma fyrir nokkrar líkamsárásir og fleira.

Í frétt RÚV fyrr í kvöld gagnrýnir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins sem enn situr í gæsluvarðhaldi, gæsluvarðhaldið og segir dómstóla beygja lögin með lengd gæsluvarðhaldsins langt umfram lögbundinn viðmiðunartíma.

Lögregla byggir á því að sterkur grunur sé um að maðurinn hafi kyrkt Sofiu. Hún var með för á hálsi, en hins vegar leiddi bráðabirgðakrufning ekki skýrt í ljós að það hefði verið banamein hennar og maðurinn neitar að förin séu af völdum ofbeldis. Hann heldur því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfi og að hann telji að hún hafi látist af neyslu fíkniefna.

Í samtali við DV þann 1. maí sagði eldri systir hennar það af og frá að andlát hennar tengdist neyslu. „Fólk er mikið farið að tala um og giska að hún hafi verið einhverskonar fíkill og það er eins fjarlægt sannleikanum og hægt er og við viljum að fólk viti það.“ 

Sjá einnig:  Minnist Sofiu systur sinnar sem lést á Selfossi – „Ósættanleg tilfinning situr í hjarta okkar að vita að þú sért farin“

Fór í bíltúr í stað þess að hringja í Neyðarlínuna

RÚV greinir frá að lögreglu þyki sérstaklega tortryggilegt að hinn grunaði hringdi ekki umsvifalaust í Neyðarlínuna, heldur hafi hann fært lík Sofiu til og boðað bróður sinn á staðinn og farið með honum í bíltúr. Maðurinn hefur síðan sagt að þetta hafi verið mistök, hann hafi verið í áfalli, undir miklum áhrifum vímuefna og því ekki hugsað skýrt.

Nær ekkert hefur heyrst af málinu og rannsókn lögreglu síðastliðna fjóra mánuði, það eina sem berst reglulega til fjölmiðla er tilkynning um að beiðni hafi verið lögð fram um framlengingu gæsluvarðhalds, og hún síðan samþykkt. Nú síðast til loka ágústmánaðar og sitji maðurinn allan þann tíma mun hann hafa setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur. Þykir þetta óvenjuleg staða í manndrápsmálum hér á landi. 

Ekkert gerst síðan verjandi tók við málinu fyrir sex vikum

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson tók við sem verjandi mannsins fyrir sex vikum og á þeim tíma hefur ekkert gerst í rannsókninni, segir hann algjörlega óljóst hvaða brýnu rannsóknarhagsmunir það eru sem réttlæti það að skjólstæðingi hans sé haldið svona lengi í gæsluvarðhaldi. Segist hann óttast að þessir úrskurðir dómstóla verði fordæmisgefandi og þannig verði tólf vikna hámarks grundvallarreglan að engu.

„Það á eftir að afla endanlegrar krufningarskýrslu og síðan eru einhverjar réttarbeiðnir, að mér skilst til útlanda, en báðir þessir hlutir eru þess eðlis að umbjóðandi minn er ekki í neinni stöðu til að hafa áhrif á útkomuna úr þessum hlutum og þegar af þeirri ástæðu eru engir rannsóknarhagsmunir til staðar,“ segir Vilhjálmur í viðtali við RÚV, en hans mat er að verið sé að klæða kröfur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í búning rannsóknarhagsmunagæslu, í því skyni að halda hinum grunaða sem lengst í gæsluvarðhaldi og gefa lögreglu óeðlilega mikið svigrúm í tíma til rannsóknar málsins.

Hlusta má á lengra viðtal við Vilhjálm hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka