fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Wok On styrkti Píeta samtökin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. ágúst 2023 10:24

Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píeta og Elfa Rut Gísladóttir, markaðsstjóri Wok ON. Mynd:Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsakeðjan Wok On safnaði samtals 1.140.000 krónum til styrktar Píeta samtakanna í maí síðastliðnum. 

Í tilkynningu segir að Wok On hafi sínum klassísku rauðu „take away“ boxum í gul í maí en 50 krónur af hverjum seldum rétt runnu til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum og styðja við aðstandendur. Upphæðin jafngildir um það bil 22.800 seldum réttum.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem „take away“ box Wok On tóku litabreytingum en þau voru bleik í október s.l. til stuðnings Bleiku slaufunnar, átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og eru boxin núna í ágúst í regnbogalitum til að vekja athygli á Hinsegin dögum.

Í tilkynningunni er haft eftir Kristínu Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta

Við erum í skýjunum yfir þessu framtaki Wok On og mun fjárhæðin sem safnaðist hjálpa okkur við að halda áfram að sinna daglegum verkefnum okkar. Verkefni Píeta munu nefnilega því miður seint hætta og því einkar mikilvægt að við séum með sterka stuðningsaðila á bakvið okkur. Einnig hjálpar þetta okkur að vekja athygli á starfinu sjálfu og Píeta sem samtökum sem geta aðstoðað þá sem þurfa á hjálp að halda.“

Efla Rut Gísladóttir, markaðsstjóri Wok ON segir:

Við vorum lengi búin að ganga með þessa hugmynd í maganum, sérstaklega eftir gott gengi bleiku boxanna í október og því slógum við til. Okkur hjá Wok On langar að láta gott af okkur leiða í samfélaginu og er þetta einfaldlega partur af því að gefa til baka.“

Um starfsemi Píeta samtakanna segir í tilkynningunni:

„Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi. Sími Píeta samtakanna, 552-2218, er opinn allan ársins hring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi