fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ungmenni undir aldri á skemmtistað og bar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. ágúst 2023 07:43

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá kl 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Samkvæmt tilkynningu var mest um að vera hjá lögreglustöð 1 sem sér um miðbæ Reykjavíkur, vestur- og austurbæ og Seltjarnarnes. Þar var aðili í miðbænum til ama og óþurftar í og við fyrirtæki. Honum var gefið tækifæri til þess að láta af hegðun sinni en lét sér ekki segjast. Aðilinn var handtekinn þar sem hann reyndist svo vera með fíkniefni á sér og var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um spyrnu og bifreiðahitting. Ekkert reyndist í gangi þegar lögregla kom á staðinn.

Ökumaður stöðvaður þar sem grunur lék á að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var að auki án ökuréttinda. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna of hraðs aksturs og eiga þeir yfir höfði sér sekt. Þar af var einn ekki búinn að endurnýja ökuréttindi.

Tveir ökumenn stöðvaðir þar sem þeir reyndust ölvaðir og voru látnir lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Við vínhúsaeftirlit reyndist einn skemmtistaður með fjóra dyraverði án tilskilinna réttinda. Þá voru ungmenni undir 20 ára inni á staðnum. Rætt var við ábyrgðarmann rekstrar og honum kynnt að lögregluskýrsla yrði rituð um málið.

Tilkynnt var um áflog fyrir utan bar. Málið var leyst á staðnum þegar lögregla kom. Á sama bar voru þrjú ungmenni undir 18 ára inni á staðnum. Lögregluskýrsla var rituð um þann hluta málsins.

Tilkynnt var um aðila sem svaf ölvunarsvefni á hóteli við brotna rúðu. Upplýsingar voru fengnar frá aðilanum og honum sleppt að upplýsingatöku lokinni.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum. Haft var uppi á gerendunum þar sem einn þeirra hljóp frá lögreglu. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einn aðilanna var vistaður í klefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku.

Lögreglumenn við eftirlit voru stöðvaðir af borgurum sem tilkynntu líkamsárás. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður í klefa. Málið er í rannsókn.

Fyrir utan það kom til kasta lögreglustöðvar 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt, tilkynning um átök í Kópavogi þar sem hugsanlega væri aðili með vopn á vettvangi. Árásaraðilar voru farnir þegar lögregla kom en fundust stuttu seinna. Þeir voru vistaðir í klefa vegna málsins og er það sagt í rannsókn.

Hjá lögreglustöð 4 sem sér um Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ kom upp umferðarslys milli tveggja ungmenna á léttum bifhjólum (vespum). Ökumennirnir eru ómeiddir en bifhjólin óökufær. Ráðstafarnir voru gerðar fyrir bifhjólin og forráðamenn látnir vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu