fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Svandís segir íslenska fiskveiðistjórnun hafa gefist vel

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. ágúst 2023 19:00

Mynd úr safni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra endurbirti fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu sinni grein sem hún ritaði og birt var í Morgunblaðinu í morgun.

Í færslunni leitast Svandís við að færa rök fyrir því af hverju sú fiskveiðistjórnun sem verið hefur við líði hér á landi síðan á 9. áratug síðustu aldar hafi reynst vel.

Hún byrjar á að vísa til þess að á 19. öld hafi fiskifræðingar talið að þorskstofnar væru óþrjótandi. Sú hafi ekki verið raunin og slík staða hafi komið upp í sjónum í kringum Ísland með fleiri fisktegundir en eingöngu þorsk. Í kjölfarið hafi verið tekin sú ákvörðun að leyfilegur afli skyldi byggja á vísindum:

„Fleiri dæmi eru til, svo sem um síld­ina sem hvarf og hef­ur svo náðst að byggja upp aft­ur. Á Íslandi var tek­in sú stefna að byggja afla­mark á vís­inda­leg­um grunni, fyrst með afla­reglu í þorski og síðar í öðrum teg­und­um. Á síðustu árum hafa stjórn­völd fylgt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins.“

Svandís segir þessa nálgun hafa gefist að mestu leyti vel en sé þó ekki fullkomin:

„Í stór­um drátt­um hef­ur þetta gengið vel þó að enn sé gát­unni um slak­ari nýliðun þorsks eft­ir 1980 ósvarað. Við veiðum lægra hlut­fall af stofn­in­um en verðmæt­in eru meiri og hag­kvæm­ara að sækja fisk­inn. Þá er ald­urs­sam­setn­ing stofns­ins betri, bæði vist­fræðilega en einnig meira af stærri og verðmeiri fiski, m.v. skýrsl­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.“

Segir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar bestu leiðsögnina

Hún segir árlega ákvörðun um heildarafla yfirleitt vera mikið umræðuefni sem sé eðlilegt í ljósi þess að ákvörðunin feli í sér mikla efnahagslega þýðingu fyrir fjölmarga. Það sé hluti af lýðræðinu fyrir ráðherrann, sem um þessar mundir er hún, sem tekur ákvörðunina að hlusta á slíkar umræður. Hún segir að besta leiðsögnin sem ráðherra hafi við þessa ákvörðunartöku sé ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem sé vissulega ekki óumdeild meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi:

„Í sam­töl­um við hags­munaaðila kem­ur stund­um fram gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar og það sjón­ar­mið að rétt sé að meta það í hvert sinn hvort ráðgjöf sé fylgt að fullu. Fiski­fræðing­ar byggja ráðgjöf sína á mæl­ing­um og rann­sókn­um og því er ráðgjöf­in besta leiðsögn­in sem við höf­um. Í hvert sinn sem ráðgjöf er sett fram eru þrír mögu­leik­ar. Ráðgjöf­in get­ur verið rétt, hún get­ur van­metið stofn eða of­metið hann.“

„Ef fiski­fræðing­ar van­meta stofn þýðir það meiri afla í framtíðinni. Of­meti þeir stofn­ana þýðir það að áfallið verður minna í framtíðinni ef eng­ar höml­ur hefðu verið. Aug­ljóst er að betra er að van­meta stofn held­ur en of­meta, það er ástæðan fyr­ir því að varúðarnálg­un við stjórn­un fisk­veiða er skyn­sam­leg nálg­un. Þannig hníga öll skyn­sem­is­rök að því að fara ætíð eft­ir ráðgjöf­inni. Það hef­ur gef­ist ágæt­lega hingað til og er ástæða þess að ég mun fara að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hér eft­ir sem hingað til.“

Að endingu leggur Svandís áherslu á eflingu hafrannsókna til að bæta stofnmat á fiski í landhelgi Íslands enn frekar. Það sé gríðarlega mikilvægt fyrir bæði sjávarútveginn og almenning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri