fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Segir hnignun íslenskunnar ekki ferðaþjónustunni að kenna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. ágúst 2023 12:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ritar grein sem birt var í gær á Vísi.

Greinin er svar við grein tónlistarmannsins Bubba Morthens, Hernaðurinn gegn tungumálinu, sem birt var í Morgunblaðinu fyrr í vikunni og vakti talsverða athygli.

Sjá einnig: Bubbi segir íslenskuna vera hornreka – „Við verðum að rísa upp“

Bjarnheiður segist deila áhyggjum Bubba af stöðu íslenskunnar og sé fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Hún er þó ekki sammála Bubba um orsakir hnignunar íslenskunnar og síaukinna áhrifa enskunnar í íslensku samfélagi og telur hann gera alltof mikið úr áhrifum ferðaþjónustunnar á þessa þróun:

„Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi.“

Bjarnheiður segir þetta einfaldlega vera rangt hjá Bubba:

„Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir.“

Bjarnheiður viðurkennir þó að án efa geti ferðaþjónustufyrirtæki gert betur í þessum efnum og hún hafi sjálf skorað á þau að hafa íslenskuna í öndvegi

Ekki svo einfalt

Bjarnheiður bætir við að það sé ekki eins einfalt og Bubbi og aðrir haldi fram að halda íslenskunni hátt á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi:

„Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum.“

„Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku.

Í hópi fólks af erlendum uppruna sem starfi í íslenskri séu hins vegar einstaklingar sem hafi sest að á Íslandi og tali margir hverjir ágæta íslensku.

Bjarnheiður segir vanda íslenskunnar liggja mun dýpra en í skiltum á ensku og almennri notkun á því tungumáli í ferðaþjónustu hér á landi:

„Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu … að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði … að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum.“

„Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar.“

Bjarnheiður hvetur að lokum til víðtækrar samvinnu um að efla íslenskuna og spyrna gegn áhrifum enskunnar. Hún segir það mun líklegra til árangurs en ásakanir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli