fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir Frosta hafa rangt fyrir sér

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 17:08

Frosti Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi fyrr í dag frá kynningarstiklu Frosta Logasonar fyrir þátt hans Harmageddon.

Sjá einnig: Frosti segir Reykjavíkurborg hata karlmenn

Í stiklunni gerir Frosti margvíslegar athugasemdir við lista yfir forréttindi karla sem var sérstaklega tekinn saman fyrir karlkyns starfsmenn Reykjavíkurborgar og segir listann sýna fram á hatur borgarinnar á karlmönnum.

Meðal atriða á listanum sem Frosti gagnrýnir er sú fullyrðing að karlmaður geti kennt börnin sín við sig, jafnvel þó að þeir séu í sambúð með hinu foreldri þeirra, án þess að vera álitinn sjálfhverfur og öfgafullur. Frosti telur líklegast að ástæðan fyrir því að þeirri nafnahefð hafi verið komið á hér á landi að kenna börnin við föður sinn hafi verið sú að styrkja tengslin þar á milli í ljósi þess að tengingar kvenna við börn sín séu sterkari út frá náttúrunnar hendi.

Kenningar um tengsl mun yngri en íslensk nafnahefð

Í ítarlegri athugasemd á Facebook-síðu DV segir Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir, verkefnastjóri rannsókna hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands, að þessi skýring standist vart skoðun:

„Kenninafnahefð er líklegast helst mótuð bæði af praktískum ástæðum til að auðkenna fólk en líka af tískustraumum á hverjum tíma. Tengslamyndunarkenningar (attachment theory), t.d. um frumtengsl barna við mæður/foreldra koma ekki fram fyrr en upp úr sirka miðri nítjándu öld (sbr. Bowlby og Harlow), löngu eftir að kenninafnahefð hafði fest sig í sessi á Íslandi. Það má samt nefna það í þessu samhengi að eignaréttur feðra/húsbænda yfir börnum var bundin við lög og fast í hefð laganna framundir 1920. Sem mér finnst miklu nærtækari skýring á ráðandi hefðinni að kenna börn við föður frekar en móður, frekar en eðli tengsla barna við foreldra sína.“

Sigrún vísar í grein Guðrúnar Kvaran, prófessors emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, um uppruna íslenskra kenninafna, sem bendir á að í fornum ritum, eins og t.d. Landnámu og Sturlungu sé ekki mikið um að fólk sé kennt við móður sína. Guðrún nefnir einnig að í fyrsta manntalinu sem tekið var á Íslandi, árið 1703, hafi enginn maður eða kona verið kennd við móður. Guðrún minnir einnig á að óskilgetin börn voru litin hornauga og oft reynt að finna föður til að kenna þau við, oft gegn greiðslu eða öðrum hlunnindum.

Í athugasemdinni vísar Sigrún Sif einnig í grein sem hún og Gabríela B. Ernudóttir, en báðar eru þær sálfræðimenntaðar, birtu í Stundinni árið 2021. Þar skrifuðu þær m.a. að Björg C. Þorláksson heimspekingur hafi ritað grein í Skírni árið 1907 um réttarstöðu ógiftra mæðra og barna þeirra á Íslandi. Björg taldi lög á þjóðveldisöld hafa verið réttlátari en þau sem voru í gildi við upphaf 20. aldar. Sigrún og Gabríela bæta við:

„Húsbóndavaldið náði yfir börnin og var litið á þau sem eign feðranna. Ef til skilnaðar kom fylgdu börnin föður en mæður höfðu ekki tilkall til barna sinna fyrr en farið var að líta á þær sem frumuppalendur er leið á 20.öldina, þegar kenningar um tengslamyndun hófu að ryðja sér til rúms. Móðir var í skyldu við heimilið og umönnun barna og sú ábyrgð fylgdi henni þá einnig í ríkara mæli við skilnað.

Það þýðir ekki að samfélagsskipan feðraveldis hafi þá orðið að mæðraveldi heldur er um að ræða rótgrónar hugmyndir um ólík hlutverk foreldra eftir kyni. Móður sem ber fyrst og fremst ábyrgð og hefur umönnunarskyldu á grunni tilfinningatengsla við barn og föður sem hefur rétt gagnvart barni sínu á grunni veraldlegs valds og eigna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“