fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

30 ára gömul verð hjá Domino’s í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 09:43

Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af því að Domino‘s opnaði þann 16. ágúst 1993 mun Domino‘s bjóða upprunalegan matseðil fyrirtækisins á upprunalegu verði í dag, miðvikudaginn 16. ágúst. Um er að ræða 8 pizzur sem í boði voru árið 1993. Hægt er að sjá matseðilinn og panta á dominos.is eða í Domino‘s appinu.

Smekkur þjóðarinnar breyst á 30 árum

Upprunalegur matseðill var um margt frábrugðinn þeim sem landsmenn þekkja í dag. Á þeim tíma var til dæmis ekki mögulegt að fá rjómaost né piparost sem eru á meðal vinsælustu áleggja fyrirtækisins í dag. Þó eru fjórar pizzur enn á matseðlinum í dag en þær eru Domino‘s Extra, Domino‘s Deluxe, Hawaiian og Domino‘s Classic. Dæmi um pizzur sem ekki eru á matseðli í dag eru Fjögurra osta pizza og Hamborgarapizza sem var með hakki, lauk og papriku – samsetning sem er barn síns tíma.

„Domino‘s er fyrir löngu orðinn pizzastaður þjóðarinnar. Á 30 þeim árum sem við höfum starfað á Íslandi höfum við átt góðu gengi að fagna og vinsældirnar aukist með árunum. Í dag er Domino´s með 22 útibú hér á landi og erum með yfir 600 einstaklinga í vinnu. Í tilefni þessara tímamóta bjóðum við viðskiptavinum okkar upprunalegan matseðil okkar á upprunalegum verðum og þökkum þjóðinni fyrir samfylgdina síðustu 30 ár og hlökkum til næstu 30 ára,“ segir Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi.

Forstjóri Domino‘s til landsins

Í tilefni af þessum tímamótum er von á Russell Weiner, forstjóra Domino‘s, til landsins og mun hann heimsækja útibú fyrirtækisins og kynna sér starfsemina hér á landi ásamt því að ferðast um Ísland næstu daga. Ísland, sem starfrækt er með sérleyfi, er meðal öflugustu markaða Domino‘s í heiminum og hefur verið nánast frá fyrsta degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný