Rithöfundurinn Sjón hefur ritað grein sem birt er í dag á Vísi.
Hann greinir frá því að árið 1971, þegar hann var átta ára gamall, hafi hann tekið þátt í að safna peningum svo að Íslendingar gætu keypt uppstoppaðann geirfugl á uppboði í London.
Sjón segir að á þeim tíma hafi lítið verið talað um náttúruvernd eða ábyrga meðferð á náttúrunni og náttúruauðlindum. Við söfnunina hafi hins vegar óþægilegur sannleikur komið í ljós:
„En við söfnun fésins, svo það væri hægt að kaupa þennan uppstoppaða fugl, varð að segja söguna alla og það var þá sem að ég og fleiri heyrðum í fyrsta skipti að síðasti geirfuglinn hafði verið drepinn af íslendingum.
Það var árið 1841 ef ég man rétt.“
Þetta gerði Sjón meðvitaðann um það að ekki gætu dýr aðeins dáið út heldur hefði útrýming dýrs átt sér stað á Íslandi. Sjón segir Íslendinga þess vegna skulda geirfuglinum. Í dag sé mögulega ein leið til að greiða þá skuld:
„Í dag hugsa ég með mér að skuld okkar við geirfuglinn verður auðvitað aldrei greidd með því að lífga hann við, hann er alltaf jafn uppstoppaður og hann var.
En mögulega getum við greitt skuld okkar við geirfuglinn með því að friða hvali.“