fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir Norðurþing hafa leigt sér myglaða íbúð og sinnt úrbótum seint og illa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. ágúst 2023 16:00

Stjórnsýsluhús Norðurþings og íbúðin sem Árný Ósk Hauksdóttir leigði af sveitarfélaginu, eins og hún leit út eftir lagfæringar þess. Myndin er samsett. Myndir: Skjáskot ja.is; Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árný Ósk Hauksdóttir ritaði fyrir um sólarhring ítarlega færslu á Facebook-síðu sinni sem hún hefur veitt fjölmiðlum leyfi til að fjalla um.

Árný er einstæð þriggja barna móðir en er öryrki vegna afleiðinga líkamsárásar sem hún varð fyrir.

Um miðjan janúar á síðasta ári fluttu hún og börnin í leiguíbúð í eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Fljótlega fór að bera á ýmsum heilsufarslegum vandamálum hjá Árnýju og börnunum. Í ljós kom að talsvert var um myglu- og rakkaskemmdir í íbúðinni en Árný segir að Norðurþing hafi sinnt nauðsynlegum úrbótum seint og illa.

Um það leyti sem flutt var í íbúðina, í janúar 2022, segist Árný hafa sýkst af Covid veirunni. Hún fann fyrir höfuðverk, stífluðu nefi, óþægindum í hálsi og lungnaberkjum. Voru þessi einkenni viðvarandi en Árný hélt að um væri að ræða eftirköst af Covid. Eldri sonur hennar var alltaf kvefaður en Árný hélt að það væri einnig afleiðing af Covid-veirunni. Um tveimur mánuðum síðar hafi hins vegar aðrar skýringar komið upp á yfirborðið:

„Í byrjun mars fæ ég smið í heimsókn og hann fer að skoða skápinn og segir að þetta sé að öllum líkur skýringin á heilsuleysi okkar. Þarna sé mygla og það þurfi eitthvað að bregðast við. Ég heyri í umsjónarmanni fasteigna hjá Norðurþingi og hann kemur og skoðar þetta og er með hugmyndir um að skipta út vastaskápnum og smíða nýjan í staðin, hann sendir svo pípara til að stoppa lekann og píparinn sagði að þarna væri búið að leka í talsvert langan tíma, ég tek myglupróf og það kom jákvætt, en hann segist ekki taka mark á því. Það muni ekki flýta fyrir vinnslu í þessu máli eða hafa áhrif á gang þess á nokkurn hátt.“

Lítið gerðist næstu misseri þegar kom að lagfæringum á íbúðinni og myglan því enn til staðar. Árný segist hafa í júní 2022 haft samband við félagsmálastjóra Norðurþings:

„Hún sagði að þetta væri leitt að heyra en ég þyrfti að bíða þangað til eftir versló þar sem það væri enginn að leysa umsjónarmanninn af. Ég sendi henni póst aftur mánuði síðar um að heilsufarið væri farið að versna hjá mér og þrem börnunum, en þá var hún búin að gleyma þessu og hefði bara ekkert heyrt um þetta.“

Áður kvartað yfir íbúðinni vegna myglu

Árný segist hafa í kjölfarið fengið skilaboð frá fyrri leigjendum íbúðarinnar um að þeir hafi einnig kvartað undan myglu og vill meina að búið sé að kvarta undan íbúðinni síðustu 12-15 ár. Hún segist hafa sent Norðurþingi fyrirspurn um af hverju henni hefði verið leigð íbúð sem vitað var að væri skemmd vegna myglu, en ekki fengið nein svör.

Á meðan fór heilsa Árnýjar og barnanna stöðugt versnandi:

„Ég var komin með hjartsláttartruflanir, svima, jafnvægisleysi, alltaf sundl yfir höfði, alltaf þreytt, fékk dofa í hendur og fætur, ennisholusýkingar, hósti, meltinga truflanir, sjóntruflanir, minnistruflanir, kvíði, … svefnvandamál, þroti og bjúgur, liðverki, óþægindi í slímhúð, fæðuóþol, endalausar sýkingar, strákurinn var kominn á sterapúst, stelpan var alltaf þreytt og þurfti að leggja sig eftir hádegi, yngsti drengurinn var kvefaður, ólíkur sjálfum sér, lystarlaus, (léttist um 8 kg yfir árið), sendi þetta á félagsþjónustuna þar sem ég var farin að hafa áhyggjur af þessu, ennþá var barnaverndinni og félagsþjónustunni alveg sama“.

Um haustið 2022 hafi hins vegar eitthvað farið að hreyfast hjá sveitarfélaginu í viðgerðum á íbúðinni en Árný segir það hafa verið í skötulíki og látið hafi verið að því liggja að hún væri ekki að segja sannleikann:

„En það var svo ákveðið að skipta um innréttingu í sept/okt, umsjónarmaðurinn kom með mann með sér frá fyrirtæki sem hann var búinn að segja að væri eina fyrirtækið sem hann tæki mark á, og þessi maður var sagður mjög fær í sveppamálum, hann kíkti undir innréttinguna og sagði „það er ekkert að gerast hérna undir“!!

Því næst var farið í lagfæringar sem Árný segir að hafi ekki verið sérstaklega vandaðar:

„En á meðan lagfæringarnar fóru af stað þurfti að flytja út á meðan, ég fékk verklýsingu, sem m.a stóð að ætti að hreinsa burt grunsamlega bletti, mygludrepa og mála vegginn, en þegar ég kom inn í íbúðina aftur hefði bara verið skipt um innréttingu og lagt parket yfir eldhúsgólfið, en alla vega þegar innréttingin var tekin niður var eldhúsið ekki plastað og því gróin dreifð um alla íbúð, það var ekki mygludrepið eða hreinsað upp. Ég tók myglupróf og það kom jákvætt, umsjónamaðurinn kemur sjálfur og tekur 4 próf, 2 komu jákvæð og 2 neikvæð, hann sendir mér svo póst um að öll hafðu komið neikvæð og þetta væri bara skítur, og yrði ekkert gert meira í þessu máli. Hann deildi því svo í búðinni að það væri bara svona skítugt hjá mér, engin mygla!! Brot á trúnaði???“

Heilsan skánaði ekkert – Flutti út en ekki kom til greina að fella niður húsaleigu

Árný segir að heilsa hennar og barnanna hafi ekkert skánað eftir þetta. Um miðjan desember 2022 fékk hún mann til að taka sýni fyrir sig í íbúðinni og senda það til greiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Niðurstaðan hafi verið að íbúðin væri sveppamenguð og í raun óíbúðarhæf. Þann 9. janúar síðastliðinn hafi hún endanlega gefist upp á að búa í íbúðinni og flutt út. Umsjónarmaður fasteigna hjá Norðurþingi hafi hins vegar lítið gefið fyrir þær mælingar á myglu sem Árný lét gera:

„Umsjónamaðurinn kom í byrjun febrúar til að taka sýni, mánuði á eftir að ég fékk niðurstöður, sagði að það væri alveg sama hvað ég fengi marga til að taka sýni hann ætlaði ekki að taka mark á því, þar sem hann tók það ekki sjálfur.“

Árný segist hafa neyðst til að vera á flakki, fram eftir þessu ári, eftir að hafa flutt út úr íbúðinni en samt verið áfram rukkuð um húsaleigu:

„Ég flakkaði á milli ættingja, hótelherbergja og svaf nokkrar nætur í bílnum, en á meðan ég var á flakki og í bílnum var Norðurþing með 2 lausar íbúðir, og þær voru lausar allan tímann sem ég var á „götunni“ önnur þeirra var ekki leigð fyrr en í júní, ég fékk fimmtu íbúðina sem losnaði, svo var mér sagt að þetta mál væri í forgangi, og það væri ekkert laust, þeir starfsmenn sem eru þarna ættu að prufa að sofa í bílnum sínum í febrúar/mars á íslandi, það er alla vega kalt, en samt á meðan ég var á flakki var ekki hægt að fella niður húsaleigu, þau bentu bara á hvert annað, allt í einu stjórnaði enginn, enginn réði neinu.“

„Ég var á flakki í 5 mánuði, og borgaði samviskusamlega alltaf leiguna á réttum tíma!! Ég fékk sent eyðublað til að segja upp leigunni og þá mundi ég sleppa við að greiða húsaleigu, þau ætluðu að reyna að losna við mig svona! Þetta er svarið sem ég fékk „Á meðan ekki er búið að segja upp húsaleigusamningi þá mun sveitarfélagið þurfa að innheimta húsaleigu skv. húsaleigusamningi. Ef þú hyggst flytja úr íbúðinni og tæma hana þá þarf einnig að senda inn formlega uppsögn. Húsnæðisnefnd verður síðan að taka ákvörðun um hvort nefndin heimili skil á íbúðinni áður en venjulegur uppsagnafrestur rennur út. Skv. reglum um félagslegt leiguhúsnæði er uppsagnarfrestur þrír mánuðir ef íbúðinni er sagt upp að hálfu leigutaka”“

Fékk nýja íbúð eftir hálfs árs flakk

Árný segist hafa sent erindi til ýmissa starfsmanna á skrifstofu sveitarfélagsins og bæjarfulltrúa en fátt hafi verið um svör. Fyrir stuttu hafi henni loks verið úthlutað nýrri íbúð en allt innbú hennar hafi verið ónýtt eftir vistina í mygluðu íbúðinni. Telur Árný að tjónið nemi nokkrum milljónum króna. Norðurþing hafi hins vegar lítið gert til að hjálpa henni við flutninganna og að koma upp nýju innbúi:

Hann [Umsjónarmaður fasteigna, innsk. DV] samdi við okkur um að hann mundu sjá um að farga innbúinu en við þrífa íbúðina sem ég ætti að fá í staðin, til að ég kæmist fyrr af götunni. En núna á fimmtudaginn fékk ég bréf frá honum um að ég hafði til 24 ágúst kl:14 til að losa íbúðina, annars yrði hún losuð á minn kostnað!! Ég gerði samkomulag við Norðurþing um að fá smá uppí innbú sem kallast neyðarsjóður, sem fyrst var hafnað (því ég var of tekjuhá!! (Ég er öryrki eftir líkamsárás) en svo samþykkt með ýmsum skilmálum um að t.d yrðu engir eftirmálar að minni hálfu og fleira, ég fékk 200 þúsund, niðurfellingu á húsaleigu frá því að ég flutti út í janúar, og 10 sálfræðitíma. 10 dögum eftir að ég samþykkti þetta fékk ég bréf um að ég fengi bakreikning þar sem ég þyrfti að greiða fullan skatt af þessu, svo ég fæ bakreikning upp á 80 þúsund þegar ég skila skattaframtali næst!! Lögfræðingurinn sagði að svona ætti alls ekki að vinna svona mál, þetta ætti ekki að flokka sem tekjur eða styrk!! Svo er fólk hissa þótt að ég sé reið.“

Árný segir að heilsa hennar og barnanna sé loksins að batna en að henni hafi verið tjáð að hún muni ekki fá tjónið bætt að neinu leyti frá tryggingafélögum. Hún er afar ósátt við afgreiðslu sveitarfélagsins á hennar málum og vill vara næsta leigjanda íbúðarinnar við:

„Ég er ekki eini leigjandinn í þessari íbúð sem hef þurft að henda öllu innbúi. Tryggingarnar sendu mér smáaletrið um að þau mundu ekki taka þátt í tjóni vegna myglu. Það er mjög erfitt, eftir að hafa fengið bætur vegna líkamsárásar og koma sér vel fyrir en svo öllu kippt af manni og ég sé allt í einu komin í vandræði með að halda mér og börnunum uppi hvern mánuð!! Heilsan er að koma smátt og smátt, en ég er að verða ca 70% af því sem ég var, börnin eru að hressast líka en það er langt í land.“

„Ég sendi fyrirspurn á þá starfsmenn sem ég hefði verið í samskiptum síðasta ár og spurði hvort þau yrðu ánægð með þetta samkomulag en enginn svaraði, ég spurði af hverju var íbúðin ekki löguð eftir að það hefði verið kvartað svona mikið undan henni en fæ ekki svör við því heldur.“

„Ég hef líka heyrt að fólk sé að spá af hverju ég sé að deila þessu, þetta kostar bara leiðindi og vesen, en ég gekk í gegnum helvíti í fyrra, missti allt dótið mitt og ég vil líka vera viss um það að þessi íbúð verði lagfærð svo að næsti leigjandi lendi ekki í því sama, svo finnst mér líka allt í lagi að segja frá því hvernig er búið að koma fram við okkur.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti