fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Fjölskylda Rex Heuermann leggur fram kröfu til verndar eigin hagsmunum – Ása berst við krabbamein og heimilið í rúst 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2023 14:00

Rex og Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingar fjölskyldu Rex Heuermann greindu frá því á blaðamannafundi í gær, föstudag, að Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Heuermann, og tvö börn þeirra, muni leggja fram kröfu til að vernda lagalegan rétt sinn. Ákveðinn tímafrestur sé til að leggja slíka kröfu fram, eða 90 dagar. Sé krafan ekki lögð fram innan þess tíma þá missi fjölskyldan þennan rétt sinn. Lögfræðingar gáfu ekki upplýsingar um kröfuna að öðru leyti en því að þeir minnast á skemmdir á fasteign og veraldlegum eigum eftir leit lögreglunnar þar sem heimilinu var snúið á hvolf.

„Veraldlegar eigur þeirra voru skemmdar og mölbrotnar,  rúm þeirra eyðilögðust, heimilið sem griðastaður þeirra er ekki lengur til,“ sagði lögfræðingurinn Vess Mitev, sem er fulltrúi tveggja barna Ásu og Heuermanns, segir að fjölskyldumeðlimir hans hafi réttindi og hagsmuni sem þurfi að vernda.

Eins og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum DV þá hefur Heuermann verið kærður fyrir að hafa myrt þrjár vændiskonur árið 2010. Talið er að hann sé hinn alræmdi Gilgo-strandar raðmorðingi. Talið er að Heuermann verði einnig ákærður fyrir fjórða morðið, en talið er að Gilgo-strandar raðmorðinginn hafi myrt allt að 10 konur.

Robert Macedonio, lögfræðingur Ásu, lýsti yfir þakklæti fyrir þann stuðning sem fjölskyldan hefur fengið frá samfélaginu og sagði hann GoFundMe-söfnunarsíðu vera til hagsbóta fyrir skjólstæðing sinn og börn hennar og Heuermann.

Berst við krabbamein

 Ása berst við brjósta- og skinnkrabbamein, auk þess sem hún er með endómetríósu, en sjúkratrygging hennar rennur út á næstunni.

„Hún er að ganga í gegnum mjög erfiða tíma, ekki bara tilfinningalega, heldur einnig hvað krabbameinið varðar og breyttar aðstæður daglegs lífs sem hún þarf að sætta sig við,“ sagði Macedonio. Bætti hann við að ef staðfest yrði að Heuermann hefði framið þau morð sem hann er sakaður um þá hefði hann lifað „algjörlega tvöföldu lífi“ sem eiginkona hans hefði ekki vitað neitt um. Eins og greint hefur verið frá áður hefur Ása sótt um skilnað frá Heuermann.

Macedonio greindi frá því að mannskapur hefði komið til að þrífa heimili fjölskyldunnar eftir að rannsóknardeild lögreglu hefði lokið leit og rannsókn á eigninni. Segir hann að pípulagnir séu bilaðar eftir leit lögreglunnar, kössum hafi verið staflað upp í loft og fjölskyldan sofi nú á frauðmottum á gólfinu. Þar sem heimilið er í rúst segir hann fjölskylduna verja tíma sínum að mestu úti á verönd húss síns og í göngutúrum með fjölskylduhundinum. 

Lögfræðingarnir greindu einnig frá því að meint hljóðeinangruð hvelfing í kjallaranum sé öryggishólf. Greindu þeir einnig frá því að hvorki Ása né börnin hafi heimsótt Heuermann í fangelsinu. Þeir segja að Heuermann hafi hringt í Ásu og þau rætt saman símleiðis.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af hvernig aðkoman var að húsinu eftir leit lögreglu, en lögreglan varði tveimur vikum í að leita á heimilinu og í garðinum.

Mynd: Skjáskot News12
Mynd: Skjáskot News12
Mynd: Skjáskot News12
Mynd: Skjáskot News12
Mynd: Skjáskot News12
Mynd: Skjáskot News12

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Í gær

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu