fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þetta land hefur bannað kvikmyndina um Barbie

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 14:00

Margot Robbie leikur Barbie í samnefndri kvikmynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Líbanon hafa bannað sýningar kvikmyndarinnar Barbie í landinu. Kvikmyndin er sögð halda samkynhneigð á lofti og ganga þannig gegn gildum landsins.

Mohammad Morta menningarmálaráðherra bannaði myndina en hafði áður frestað frumsýningu hennar fram til loka ágúst. Ráðherrann sagði Barbie brjóta í bága við siðferðisleg og trúarleg gildi líbansks samfélags. Hann vildi einnig meina að kvikmyndin ýti undir kynferðislegt óeðli og trans-hneigð.

Kynferðislegt óeðli er orðalag sem oft notað um samkynhneigð í Mið-Austurlöndum.

Þetta bann við sýningum á Barbie í Líbanon kemur í kjölfar harðnandi orðræðu í garð hinsegin fólks af hálfu sumra stjórnmálamanna og embættismanna í Líbanon.

Hassan Nasrallh leiðtogi Hezbollah, sem er hreyfing íslamista og mjög áhrifamikil í Líbanon, sagði í ræðu í síðasta mánuði að sambönd fólks af sama kyni væru ógn við landið.

Hann hafði nokkrum dögum áður hótað hinsegin fólki í Líbanon í myndbandi. Jafnframt hvatti hann til þess að hinsegin fólk yrði kallað niðrandi orðum og að því yrði refsað.

Eftir flutning þessarar ræðu hefur tilkynningum frá hinsegin fólki um áreitni og hótanir, í gegnum internetið, farið fjölgandi.

Líbanon var áður talið eitt frjálslyndasta landið í Mið-Austurlöndum en yfirvöld í landinu hafa í auknum mæli komið í veg fyrir viðburði á vegum hinsegin fólks.

Andúð á hinsegin fólki hefur farið vaxandi í fleiri arabaríkjum. Barbie var einnig bönnuð í Kuwait þar sem hún var sögð hvetja til óásættanlegrar hegðunar.

Í Írak hafa stjórnvöld bannað fjölmiðlum og netfyrirtækjum að nota orðin samkynhneigð og kyngervi (e. gender) og skipað þeim að nota þess í stað orðin kynferðislegt óeðli. Í landinu hafa regnbogafánar verið brenndir í mótmælum vegna Kóran-brenna í Noregi og Svíþjóð.

Það var CNN sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“