fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stefán tjáir sig um árásina sem hann og eiginkona hans urðu fyrir – „Annar þessara pörupilta hélt stórum hníf yfir brjósti mínu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 09:00

Stefán S. Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán S. Stefánsson og eiginkona hans, Anna Steinunn Ólafsdóttur, urðu fyrir skelfilegri reynslu á laugardag er tveir ungir menn á vespu ógnuðu þeim með hnífi og rændu verðmætum af Stefáni. Ránið átti sér stað um hábjartan dag á göngustíg í Fossvoginum en sömu menn rændu einnig 35 þúsund krónum af eldri konu sem var að taka fé út úr hraðbanka í Hamraborg.

Mennirnir eru 18 og 21 árs. Þeir voru báðir handteknir á laugardag en sá eldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, sunnudag.

Stefán táði sig um atburðinn í tveimur Facebook-færslum um helgina, sem hann veitti DV góðfúslega leyfi til að birta. Í annarri þeirra kemst hann svo að orði:

„Afsakið orðbragðið en andskotinn hafi það! Eftir að hafa búið í bandarískri stórborg í tæp fjögur ár (án þess að neitt kæmi fyrir) er ég rændur í mínum kæra Fossvogsdal, um hádegi! Annar þessara pörupilta hélt stórum hníf yfir brjósti mínu meðan hinn fór í gegnum vasa mína og stal öllu steini léttara.

Lögreglan brást hratt og vel við og er búið að handtaka sökudólgana. Okkur hjónum var illa brugðið en líður annars vel. Hef endurheimt það sem þeir tóku. Sá eini sem var afslappaður allan tímann var hundurinn okkar sem snusaði í næsta runna á meðan á látunum stóð og sýndi þessu engan áhuga, þá veit maður varðhunda-nytsemina á þeim bæ.“

Í seinni færslu um málið segir Stefán að ungu mennirnir sem í hlut áttu þurfi aðstoð en ekki dómhörku. Ennig sé mikilvægt að hlúa að grunnstofnunum í samfélaginu, til dæmis lögreglu og heilbrigðiskerfi:

„Kæru vinir

Við hjónin þökkum allar hlýjar kveðjur í okkar garð. Okkur líður ágætlega. Fórum í göngutúr aftur í gærkvöld.

Ég hvet ykkur sem hafið lýst ótta yfir þessu að láta þetta einangraða atvik ekki aftra ykkur frá því að njóta okkar yndislegu útivistarsvæða. Þó svo vopnaburður ungs fólks hafi aukist þá er þetta frávik.

Þessir ungu menn þurfa hjálp, ekki gapastokk eða þvíumlíkt.

Þetta undirstrikar bara mikilvægi sterkra stofnana okkar Íslendinga: Lögreglu, heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsþjónustu.

Ég mun svo eiga sér samtal við hundinn minn síðar.“

Lögregla hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungs fólks og ofbeldi. Skemmst er að minnast þess að fjögur ungmenni á aldrinum 17 til 19 ára urðu ungum pólskum manni að bana á bílaplani fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Vopnuð rán um hábjartan dag á borð við þau sem þessir tveir ungu menn frömdu á laugardag eru þó sem betur fer enn fátíð hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“