fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Stjórnandi meiddist í lófum – Ökumaður gerðist brotlegur fyrir utan lögreglustöð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 07:00

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt stærsta ferðahelgi ársins standi nú yfir var eins og flestar helgar nóg um að vera á höfuðborgarsvæðinu og mikið af verkefnum komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að tilkynnt var um eld í grilli í vesturborginni. Húsráðandi hafði slökkt eldinn með slökkvitæki áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Stjórnandi rafhlaupahjóls datt af hjólinu í austurborginni. Hann meiddist í lófum og komu sjúkraflutningamenn á vettvang og gerðu að sárum hans.

Þá var eins og oftast áður eitthvað um ofbeldi.

Maður var handtekinn grunaður um líkamsárás í miðborginni. Hann var sakaður um að hafa ráðist á dyraverði skemmtistaðar. Maðurinn var óviðræðuhæfur vegna æsings og annarlegs ástands og var vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Annar maður var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn dyraverði skemmtistaðar. Hann var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu og sleppt eftir skýrslutöku.

Þá varð ökumaður húsbíls fyrir því óláni að aka utan í spegil bifreiðar fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við tjónþola og ritaði skýrslu vegna óhappsins.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur í austurborginni. Hann var látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Þriðji ökumaðurinn var handtekinn í austurborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum og fyrir vopnalagabrot. Hann var látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Í Hafnarfirði var ökumaður hópbifreiðar stöðvaður við eftirlit. Ökumaðurinn var m.a. kærður fyrir að aka án gildra ökuréttinda, fyrir að nota ekki ökuritaskífu eða ökuritakort, óheimila notkun nagladekkja og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Í Hafnarfirði voru sömuleiðis sex menn handteknirvegna gruns um ólöglega dvöl á Schengen svæðinu. Þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

Ökumaður var handtekinn í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem sér um löggæslu í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi var ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, en mældur hraði var 103 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Hann var einnig kærður fyrir að gefa ekki stefnumerki.

Annar ökumaður var handtekinn í Árbænum grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú