Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að annar mannanna sem handteknir voru fyrir að fara um höfuðborgarsvæðið á vespu og ræna peningum og öðrum verðmætum, annars vegar af hjónum sem voru í göngutúr og hins vegar af konu sem var að taka peninga út úr hraðbanka, hafi að hennar kröfu, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1.september.
Maðurinn er sagður vera á þrítugsaldri.
Mennirnir ógnuðu fólkinu með hníf og telst því vera um vopnað rán að ræða.
Segir að í tilkynningunni að krafan um gæsluvarðhald hafi verið sett fram í þágu rannsóknar á þessum ránum og síbrotum