fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Tveir handteknir eftir tvö vopnuð rán – „Annar þeirra dregur upp stóran hníf og ógnar manni mínum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2023 15:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við rétt náðum að forða okkur og maðurinn minn kallar á þá að hægja á sér. Þá snarstansa þeir, voru tveir ungir menn, og ganga mjög ógnandi að okkur. Annar þeirra dregur upp stóran hníf og ógnar manni mínum með hnífinn á loftinn og heimta verðmæti. Þeir rændu manninn en höfðu minni áhuga á mér og ég slapp. Síðan fara þeir í burtu,“ segir kona, íbúi í hverfi 108 í Facebook-hópi íbúa hverfisins. Voru hún og eiginmaður hennar á göngu við Grímsbæ við Bústaðarveg þegar þau mættu tveimur mönnum á vespu á ógnarhraða.

Segir konan að lögreglan hafi verið fljótt á vettvang og hafi mennirnir verið handteknir.

Vakthafandi varðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu staðfestir við Vísi að mennirnir hafi verið handteknir. Eftir að hafa rænt hjónin í Fossvogi óku mennirnir á vespunni í Hamraborg í Kópavogi þar sem þeir frömdu annað rán. Enginn særðist við ránin og tókst að endurheimta allavega hluta ránsfengsins. Varðstjóri gat ekki staðfest hvers konar vopn mennirnir báru.

Hinir handteknu voru 18 og 21 árs, fyrra ránið var framið við Grundarland þar sem þeir veittust að hjónum á sjötugsaldri og rændu snjallsíma og úri af manninum. Seinna ránið var framið korteri seinna við Hamraborg, þar sem þeir rændu 35 þúsund krónum af konu á sextugsaldri sem var að taka fé úr hraðbanka. Fyrra at­vikið var til­kynnt til lög­reglu klukk­an 11.42 og það seinna klukk­an 11.57. Drengirnir voru handteknir í Mjódd.

„Þetta er nátt­úru­lega bara hræðileg upp­lif­un fyr­ir þetta fólk, hvernig er veist að þeim,“ seg­ir Skúli Jóns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. Vopnið reyndist eldhúshnífur, en drengirnir voru ekki með peningana á sér þegar .eir voru handteknir.

„Þessi mál eru nátt­úru­lega bæði í rann­sókn og lög­regla afl­ar gagna í þess­um mál­um og þeir eru í okk­ar haldi og bíða þess nátt­úru­lega síðan að vera yf­ir­heyrðir þegar við erum til­bú­in til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður