fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fimm ára drengur drukknaði

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 18:00

Er fjársjóðurinn falinn í Norheimsund? Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára drengur er látinn eftir að honum var bjargað, síðastliðinn þriðjudag, úr sjónum við bæinn Norheimsund í Noregi sem er um það bil 45 kílómetra austan við Bergen.

Drengurinn var nær dauða en lífi þegar honum var bjargað úr sjónum og flogið með þyrlu á sjúkrahús. Hópur barna var að synda í sjónum þegar slysið varð. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um hversu lengi drengurinn var undir yfirborðinu.

Tilkynning um slysið barst klukkan 14:42 að staðartíma en viðbragðsaðilar hófu lífgunartilraunir klukkan 14:56. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um atburðarásina áður en tilkynningin barst og hvort að drengurinn hafi verið fastur undir yfirborðinu áður en henni var tilkynnt um slysið. Atvikið er til rannsóknar.

Geðteymi mun verða fjölskyldu drengsins til aðstoðar en stöðvarstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fjölskylduna vera í djúpri sorg.

Norheimsund er hluti af sveitarfélaginu Kvam. Starfandi bæjarstjóri segir slysið snerta alla íbúa sveitarfélagsins og það hafi því miður haft verstu mögulegu afleiðingar.

Það var NRK sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt