Hann er nánar tiltekið neðansjávar í Grænlandssundi á milli Grænlands og Íslands.
Í síðustu viku héldu vísindamenn frá háskólanum í Barcelona af stað til að rannsaka þennan stærsta foss heims. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum.
Videnskab segir að fossinn sé heillandi fyrirbæri sem með gríðarlegu afli sínu og stærð hafi áhrif á hafstraumana í Atlantshafinu en þeir gegna ákveðnu hlutverki varðandi loftslagið á jörðinni.
Fram að þessu hafa vísindamenn rannsakað þéttleika fossins, hraða og hitastig. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að fallhæðin sé rúmlega 3 kílómetrar og að um hann renni rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af köldum og þéttum sjó á hverri sekúndu.
En það er margt sem við vitum ekki um þennan gríðarlega stóra foss og nú ætla spænsku vísindamennirnir að reyna að varpa ljósi á þessa þætti.