fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Listaverki eftir Ladda stolið

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 19:38

Laddi. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listaverki eftir listamanninn þjóðkunna Ladda var stolið úr fyrirtækinu Heilsuhofið sem stendur við Kaupvangsstræti á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins býður það m.a. upp á margs konar líkamsmeðferðir sem hugsaðar eru til heilsueflingar eins og t.d. nudd og örnálameðferð.

Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur ekki fram nákvæmlega hvenær er talið að verkinu hafi verið stolið eða hvað verkið heitir en í færslunni segir:

„Sá leiðinlegi atburður átti sér stað að þessari mynd eftir Ladda var stolið frá okkur hérna í Heilsuhofinu. Ef einhver hefur tekið eftir einhverjum/einhverri að bera út málverk hjá Subway eða bakvið hjá Hárgreiðslustofunni Design þar sem bílastæðin eru megið endilega láta okkur eða Lögreglan á Norðurlandi eystra vita.“

Í færslunni er einnig tekið fram að ef þjófurinn skilar verkinu áður en það verður um seinan verði engir eftirmálar af hálfu fyrirtækisins.

„Ef þú sem tókst hana sérð þetta þá máttu endilega skila henni og engir eftirmálar verða. Þá myndi ég gera það áður en lögreglan verður búin að fara yfir allar myndavélar og sjá hver þú ert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt