fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Birtir myndband af ruslahaug nærri stærsta hóteli landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 22:16

Djúpgámarnir fyrr í dag/Skjáskot og Robert Michael O´neill/Facebook. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Bríetartún 9-11 í Reykjavík, þar sem eru m.a. íbúðir og ýmiss fyrirtæki, eru nokkrir djúpgámar staðsettir. Þetta hús er steinsnar frá stærsta hóteli landsins, Fosshótel Reykjavík, sem stendur við Þórunnartún.

Eitt fyrirtækjanna er hársnyrtistofan Rauðhetta og Úlfurinn en meðal þeirra sem starfa þar er hársnyrtirinn Robert Michael O´Neill. Robert birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir að djúpgámarnir eru greinilega fullir. Fólk skildi þá eftir rusl upp við gámana og myndaðist fljótt ruslahaugur.

Robert segir í myndbandinu að mávar hafi náð að opna suma pokana með þeim afleiðingum að rusl dreifðist frekar yfir svæðið og megnan óþef lagði yfir það.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa ruslahaugar myndast við yfirfulla djúpgáma víða í Reykjavík en hægt hefur gengið að tæma þá m.a. vegna erfiðleika við innleiðingu nýs skipulags á flokkun heimilssorps.

Í samtali við DV segir Robert að gámarnir nærri vinnustað hans hafi oft fyllst áður með þeim afleiðingum að rusl hafi verið skilið eftir við þá en magnið hafi aldrei orðið eins mikið og sést í myndbandinu. Hann segir að síðar í dag hafi einkaaðilar, líklega á vegum eigenda hússins, fjarlægt allt rusl af lóðinni. Gámarnir séu þó enn fullir og hann á von á að öllu óbreyttu muni ekki taka langan tíma áður en sams konar ástand skapast á nýjan leik.

Robert segir að í húsinu sé m.a. íbúðahótel og íbúðir sem leigðar eru út í gegnum Airbnb. Í þeim dvelji erlendir ferðamenn sem viti ekki hvar annars staðar þeir geta losað sig við rusl. Hann bætti því við að þótt að ruslahaugurinn hafi verið fjarlægður hafi óþefurinn ekki farið með.

Hann segist hafa haft samband við Reykjavíkurborg vegna ástandsins á þessu svæði og hann sé ekki einn um það en að borgin hafi ekki sýnt nein viðbrögð.

DV ræddi einnig við mann sem býr hinum meginn við götuna. Hann segir þetta ástand vera „normið“ en í dag hafi ekki verið vindur sem hafi oft dreift ruslinu sem safnast hefur saman við gámana „út um allar trissur.“

Hætta á að vítahringur skapist

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir m.a. um djúpgáma:

„Kaup gáma, rekstur þeirra og framkvæmdir við gerða og frágang í kringum þá, hvort sem er kassi, gámur, lúga eða annar tengdur búnaður, skal vera á kostnað og ábyrgð lóðarhafa. 

Þrif á djúpgámum, þ.e. lúgu, öryggispalli og tæming á vatni úr steyptum kassa djúpgáma og umhirða umhverfis, er á ábyrgð lóðarhafa. Sé þrifum og/eða umgengni ábótavant áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að neita tæmingu. Hreinsun getur verið framkvæmd á kostnað lóðarhafa ef hann sinnir ekki áskorunum um slíkt. Viðhald á gámum og tengdum búnaði er á hendi lóðarhafa.“

Reykjavíkurborg rukkar á bilinu 22.800-33.900 krónur fyrir losun hvers djúpgáms en gjaldið fer eftir stærð viðkomandi gáms.

Ef borgin sinnir ekki tæmingu djúpgáma vegna ástæðna sem lóðarhafar bera ekki ábyrgð á eru töluverðar líkur á því að óþrifnaður skapist við gámana og í umhverfi þeirra. Neiti borgin þess vegna að tæma gámana þegar hún loks gerir tilraun til þess virðist því nokkur hætta á að ákveðinn vítahringur skapist.

Facebook-færslu Robert með myndbandinu sem hann tók fyrr í dag má sjá hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu